Nýju Alta NGx vöðluskórnir með feltsólanum eru hannaðir með nýrri sýn á þægindi, stöðugleika og endingu. Stuðningur frá miðjusóla og sterk gerviefni veita góða frammistöu í grófu landslagi og styrkingar á mörgum stöðum veita gott viðnám gegn hvössu grjóti þegar vaðið er.
EIGINLEIKAR
Alta NGx vöðluskórnir eru frábærir í hversdagsveiðina þar sem ganga þarf lengri vegalengdir meðfram ám. Svæðið yfir miðjan fótinn frá il að rist veitir strax þægilega tilfinningu á meðan allir stuðningsfletir, sem eru úr “closed-cell” efni sem heldur frá sér vatni, halda fótnum í þéttu og þægilegu ástandi. Ytra byrðið er sterkt en samt létt endurunnið Nylon ripstop sem tryggir endingu og léttleika á löngum dögum í veiði. Tá- og hælsvæðið er sérstyrkt og saumurinn er inngreyptur til að forðast slit.
Það eru TPU styrkingar meðfram neðri hlutanum á vöðluskónum og stuðningur frá miðjusóla og sterk gerviefni, veita góðan stuðning og það er hægt að negla þessa skó ef menn vilja. Klassíski feltsólinn veitir frábært grip á blautu yfirborði og þessum virkilega sleipu steinum í ám og vötnum. Til að auka enn á endingu er feltsólinn bæði saumaður og límdur. Alta NGx vöðluskórnir eru einnig fáanlegir með Vibram® Idrogrip™ gúmmísóla.
LITUR | Grafít |
UMHVERFISVERND |
|
EFNI | 72 % recycled Robic® Mipan® Regen™ nylon, 28 % N/66 ripstop |
ÞYNGD | 1170gr parið í stærð 43 |