Pakkatilboð á Guideline Alta NGx Sonic TZip vöðlum og Alta NGx vöðluskóm.
Alta NGx Sonic Zip vöðlurnar er byggðar með ultrasonic hátíðni suðutækni og eru með yfirburða vatnsheldni og bestu mögulegu öndunina. Þrátt fyrir afar sterkt og endingargott efnisval eru vöðlurnar sveigjanlegar og með framúrskarandi hreyfanleika vegna tengingar milli fram- og afturhluta til að forðast mótsöðu við hreyfingu. Vatnsheldi TIZIP® MasterSeal rennilásinn að framan hefur margsannað sig og Ergo Elevator™ axlaböndin eru klædd með neoprene til að auka enn á þægindi. Sandhlífarnar og sokkarnir eru úr mjög sterku og endingargóðu nylon neoprene. Sokkarnir eru hannaðir með Comfort Plus™ tækni sem aðlagar sig að formi fótsins.
EIGINLEIKAR
Sniðið er rausnarlegt á réttum stöðum ásamt sérstakri klofbót til að auka enn frekar styrk og hreifanleika. Ergo Elevator™ axlaböndin er teygjanleg og á mjög fljólegan hátt er hægt að breyta vöðlunum í mittisvöðlur, og þar sem þau mæta vöðlunum er litlar tækjastikur sem hægt er að bæta á ýmsum tækjum og tólum.
Efst á vöðlunum er aðgengilegt, innbyggt og stillanlegt teygjuband til að halda hitanum inni. Tveir háttsettir brjóstvasar með gott rými fyrir flugubox og flísfóðraðir hliðarvasar til að ylja sér á höndum sem einnig nýtast sem geymsluvasar. Allir vasarnir eru með YKK Aquaguard® vatnsfráhrindandi rennilásum og Dual Tool Garage™ geymslurnar að framan hafa gott rými fyrir allskyns aukahluti án þess að dingla laust og flækjast fyrir.
Þrjár beltislykkjur halda vöðlubeltinu sem er teygjanlegt en með frábæran stuðning ef þú þarft að hengja eitthvað þyngra um mittið eins og t.d. vaðstaf. Á innaverðum vöðlunum er vasi með vatnsfráhrindandi eiginleika og D-hringur að aftan til að festa háf í.
Tækniupplýsingar – vöðlur
ÖNDUN | 7000 |
LITUR | Þörungagrænt/Grafít |
UMHVERFISVERND |
|
EFNI | 4-laga Nælon Taslan |
VATNSHELDNI | 20000 |
ÞYNGD | 1430g í stærð Large |
RENNILÁSAR | TiZip Masterseal vatnsheldur rennilás að framan – YKK Aquaguard vatnsfráhrindandi rennilásar á vösum |
Alta NGx línan er hönnuð með endingu og þægindi að leiðarljósi.
Alta NGx vöðluskórnir með Vibram® Idrogrip™ gúmmísólanum eru hannaðir með nýrri sýn á þægindi, stöðugleika og endingu. Stuðningur frá miðjusóla og sterk gerviefni veita góða frammistöu í grófu landslagi og styrkingar á mörgum stöðum veita gott viðnám gegn hvössu grjóti þegar vaðið er.
EIGINLEIKAR
Alta NGx vöðluskórnir eru frábærir í hversdagsveiðina þar sem ganga þarf lengri vegalengdir meðfram ám. Svæðið yfir miðjan fótinn frá il að rist veitir strax þægilega tilfinningu á meðan allir stuðningsfletir, sem eru úr “closed-cell” efni sem heldur frá sér vatni, halda fótnum í þéttu og þægilegu ástandi. Ytra byrðið er sterkt en samt létt endurunnið Nylon ripstop sem tryggir endingu og léttleika á löngum dögum í veiði. Tá- og hælsvæðið er sérstyrkt og saumurinn er inngreyptur til að forðast slit.
Það eru TPU styrkingar meðfram neðri hlutanum á vöðluskónum og stuðningur frá miðjusóla og sterk gerviefni, veita góðan stuðning og það er hægt að negla þessa skó ef menn vilja. Það er sérstakt efni í Vibram® Idrogrip™gúmmísólanum sem gefur betra grip á blautu og hálu yfirborði. Á sumum veiðisvæðum eru felt sólar bannaðir vegna umhverfissjónarmiða en það er hægt að fá Alta NGx með klassískum felt sóla sem eru yfirleitt algjörlega skotheldir á sleipum steinum ofan í ám og vötnum.