Pakkatilboð á Guideline Alta Sonic TZip vöðlum og Guideline Alta NGx vöðluskóm með vibram sóla.
Þú munt taka eftir þeim strax í nýjum hönnunaratriðum á Alta Sonic TZip vöðlunum, en vertu viss um að taka eftir bættum árangri í efni, með enn betri öndun og vatnsheldni, auk léttari heildarþyngd.
Þessar vöðlur eru með enga sauma. Ultra Sonic samsuðu-tækni er notuð á öllum helstu samsetningum. Ný skurðartækni hefur gert það kleift að nota tvær mismunandi gerðir af Taslan Nylon efni, sem nýtist með sterkari og meira slitþolnu efni að framan, innanverðum fótum og á sætisvæðinu, á meðan minna krítísk álagssvæði eru léttari með öðru efni. Skurðurinn útilokar sauma á innanverðum fótum, en viðheldur réttri mátun og frelsi til hreyfinga.
Í vatnshelda aðalrennilásinn hefur Guideline valið að nota þýska TiZip vörumerkið sem býður upp á betri sveigjanleika og styrk.
Tveir lóðréttir vasar fyrir stór flugubox, en vinsamlegast athugaðu að þessir vasar eru EKKI vatnsheldir og geymdu því ekki í þeim rafeindabúnað eða annað sem er viðkvæmt fyrir raka og bleytu. Ennfremur eru tveir möskva-vasar, svo það er nóg pláss fyrir aukahluti.
Flís klæddir vasar á hliðunum til halda höndunum heitum í köldu veðri.
Á báðum hliðum við aðalrennilásinn eru lóðréttar verkfærastikur fyrir festingarbúnað. Það er D-hringur aftan á vöðlunum og vöðlubeltið er úr 5 mm neoprene.
Neoprene sokkarnir hafa gúmmístyrkingu og sveigjanlegu neoprene sandhlífarnar eru þéttar með krækju-festingu í vöðluskóna.
TÆKNIUPPLÝSINGAR – Vöðlur
Öndun | 7000 |
Litur | Grafít/Kol |
Efni | Fjögurra laga 100% Nælon Taslan |
Vatnsheldni | 25000 |
Þyngd | 1183gr / stærð L |
Rennilásar | TiZip vatnsheldir á framhlið |
Alta NGx línan er hönnuð með endingu og þægindi að leiðarljósi.
Alta NGx vöðluskórnir með Vibram® Idrogrip™ gúmmísólanum eru hannaðir með nýrri sýn á þægindi, stöðugleika og endingu. Stuðningur frá miðjusóla og sterk gerviefni veita góða frammistöu í grófu landslagi og styrkingar á mörgum stöðum veita gott viðnám gegn hvössu grjóti þegar vaðið er.
EIGINLEIKAR
Alta NGx vöðluskórnir eru frábærir í hversdagsveiðina þar sem ganga þarf lengri vegalengdir meðfram ám. Svæðið yfir miðjan fótinn frá il að rist veitir strax þægilega tilfinningu á meðan allir stuðningsfletir, sem eru úr “closed-cell” efni sem heldur frá sér vatni, halda fótnum í þéttu og þægilegu ástandi. Ytra byrðið er sterkt en samt létt endurunnið Nylon ripstop sem tryggir endingu og léttleika á löngum dögum í veiði. Tá- og hælsvæðið er sérstyrkt og saumurinn er inngreyptur til að forðast slit.
Það eru TPU styrkingar meðfram neðri hlutanum á vöðluskónum og stuðningur frá miðjusóla og sterk gerviefni, veita góðan stuðning og það er hægt að negla þessa skó ef menn vilja. Það er sérstakt efni í Vibram® Idrogrip™gúmmísólanum sem gefur betra grip á blautu og hálu yfirborði. Á sumum veiðisvæðum eru felt sólar bannaðir vegna umhverfissjónarmiða en það er hægt að fá Alta NGx með klassískum felt sóla sem eru yfirleitt algjörlega skotheldir á sleipum steinum ofan í ám og vötnum.