Pakkatilboð á Guideline Alta Sonic TZip vöðlum og Guideline HD vöðluskóm.
Þú munt taka eftir þeim strax í nýjum hönnunaratriðum á Alta Sonic TZip vöðlunum, en vertu viss um að taka eftir bættum árangri í efni, með enn betri öndun og vatnsheldni, auk léttari heildarþyngd.
Þessar vöðlur eru með enga sauma. Ultra Sonic samsuðu-tækni er notuð á öllum helstu samsetningum. Ný skurðartækni hefur gert það kleift að nota tvær mismunandi gerðir af Taslan Nylon efni, sem nýtist með sterkari og meira slitþolnu efni að framan, innanverðum fótum og á sætisvæðinu, á meðan minna krítísk álagssvæði eru léttari með öðru efni. Skurðurinn útilokar sauma á innanverðum fótum, en viðheldur réttri mátun og frelsi til hreyfinga.
Í vatnshelda aðalrennilásinn hefur Guideline valið að nota þýska TiZip vörumerkið sem býður upp á betri sveigjanleika og styrk.
Tveir lóðréttir vasar fyrir stór flugubox, en vinsamlegast athugaðu að þessir vasar eru EKKI vatnsheldir og geymdu því ekki í þeim rafeindabúnað eða annað sem er viðkvæmt fyrir raka og bleytu. Ennfremur eru tveir möskva-vasar, svo það er nóg pláss fyrir aukahluti.
Flís klæddir vasar á hliðunum til halda höndunum heitum í köldu veðri.
Á báðum hliðum við aðalrennilásinn eru lóðréttar verkfærastikur fyrir festingarbúnað. Það er D-hringur aftan á vöðlunum og vöðlubeltið er úr 5 mm neoprene.
Neoprene sokkarnir hafa gúmmístyrkingu og sveigjanlegu neoprene sandhlífarnar eru þéttar með krækju-festingu í vöðluskóna.
TÆKNIUPPLÝSINGAR – Vöðlur
Öndun | 7000 |
Litur | Grafít/Kol |
Efni | Fjögurra laga 100% Nælon Taslan |
Vatnsheldni | 25000 |
Þyngd | 1183gr / stærð L |
Rennilásar | TiZip vatnsheldir á framhlið |
Guideline HD (Heavy Duty) vöðluskórnir eru gerðir fyrir allra erfiðistu aðstæðurnar.
Þeir eru hærri, hafa þykkari bólstrun og meiri stífleika sem gerir þá stöðugri við erfiðar vaðaðstæður og í grófu landslagi.
HD vöðluskórnir eru fáanlegir bæði með Vibram® Idrogrip™ gúmmísólum og stungusaumuðum filtsólum, eftir því hvað hentar. Þeir eru byggðir úr afar öflugu 1000D Cordura® efni með C0 Fluorocarbon-fríu DWR. TPU styrkingar á neðri hlutanum gera þá enn endingarbetri þegar vaðið er á grýttum botni með hvössum steinum.
Tá- og hælsvæðið er með sérstakar styrkingar og miðsólinn er úr stífu gerviefni sem veitir betri stöðugleika og auðveldar neglingu á skónum. “Closed cell” efnið í skónum dregur í sig minna vatn en sambærileg efni þannig að skórnir verða léttari á göngu.
HD vöðluskórnir er fullkomið val fyrir veiðimenn sem eyða miklum tíma í veiði og vilja sterka og endingargóða vöðluskó til að klára verkefnið.