Drifter Kickboat belly báturinn frá Guideline er mjög öruggur, þægilegur og auðveldur í notkun og fer með þig á nýjar slóðir í veiðinni.
Hvor hlið hefur tvo loftbelgi til að auka flot og öryggi. Framan á bátnum er möskvabotn sem virkar sem geymslusvæði, vinnuborð og flugulínu-svunta. Það eru nokkrir D-hringir, ólar og tvöfaldir geymsluvasar á hvorri hlið þar sem hægt er að hafa nauðsynlega hluti nálægt sér.
Drifter báturinn kemur með öllum loftbelgjunum á sínum stað og er tilbúinn til notkunnar. Hann er með handhæga vasa, stangarhaldara með frönskum rennilás, flugulínu-svuntu sem hægt er að losa auðveldlega, D-hringi úr málmi, rennslisvarið efni á sætisbrúnum og flotta litasamsetningu úr gráu, svörtu og áberandi rauðum lit.
- Þyngd: 8kg
- Hámarksþyngd: 140kg
- Breidd: 120 cm Lengd: 140 cm
- Hæð: 35 cm (hliðarbelgir), 45 cm (við stöng) & 60 cm með bakið uppsett.
- Loftbelgir: 2 á hvorri hlið (#1 & #2), 1 í sæti, 1 í baki.
Þegar þú dælir lofti í fyrsta skipti í loftbelgina á hliðunum hafa þeir tilhneigingu til að snúast í hólfinu. Farðu varlega og passaðu að ventlarnir séu fyrir miðju í hverju gati. Ekki fylla loftbelg #1 að hámarki og síðan #2 að hámarki. #1, sem er mið-öryggishólfið, er fyllt þannig að það sé þétt, ekki hart. Mesta loftið fer í #2, sem er aðalhólfið. Ekki fylla belgina með meira lofti en svo, að þú getir potað fingri ca. 1 cm í belginn. Þegar mjög heitt er úti, þennst loftið í blegjunum út og gerir þá töluvert harðari. Ef þú gleymir bátnum uppblásnum utandyra í mikilli sól, þá geta belgirnir sprungið. Þessvegna þarf að tæma belgina af lofti um ca. 50% ef það á að geyma hann utandyra í sól og hita
(Sundfit og pumpa fylgja ekki með)