Elevation stangarserían frá Guideline eru ofurléttar miðlungshraðar stangir, hannaðar fyrir veiðimenn á öllum stigum. Notast er við sjálfbært framleiðsluferli og umhverfisvæna íhluti.
Notuð eru allra nýjustu efni og tækni við framleiðslu á þessum byltingarkenndu stöngum.
Guideline hefur hafið græna vegferð að vörum framleiddum eftir sjálfbærum leiðum og mun þessi stöng verða vegvísir að framtíðarstöngum Guideline. Unnið hefur verið hörðum höndum í þróunarferlinu að gera þessar stangir að besta vali fyrir alla veiðimenn sem annt er um umhverfið. Í þróun á stangarhlutunum var allt efni sem ekki var nauðsynlegt fjarlægt. Það hefur gefið Guideline einnig þann möguleika að fylgjast með orku og krafti hvers stangarhluta af mun meiri nákvæmni. Þessar stangir eru ótrúlega léttar og með mikla virkni, en samt sterkustu ‘venjulegu’ stangir sem Guideline hefur framleitt.
Stangirnar eru með næman topp sem er einstaklega stöðugur og nákvæmur, með smátt aukandi mjúkri sveigju niðureftir stangarhlutunum niður í kraftmikinn neðsta hluta. Það er einstaklega ljúft og einfalt að kasta með þessari virkni, með mikilli fyrigefningu og framkallar nákvæm köst með miklum línuhraða. Stangirnar hafa allar frábæra línutilfinningu og henta fyrir allar gerðir af kaststílum.
Þetta eru frábærar grænni nútímastangir með virkni sem hentar veiðimönnum á öllum stigum.
Gerðir af tvíhendum
Elevation 14′ #9/10: Kraftmikil og sterk stöng sem höndlar bæði Skagit skothausa og ýmsa sökkenda auðveldlega. Toppurinn á þessari stöng er mun öflugri en á léttari og minni Elevation tvíhendunum. Þær eru hannaðar fyrir stórar flugur, meiri vind og þyngri línur en vaninn er með þessari línuþyngd af stöngum. Ótrúlega létt og vel balanseruð.
Módel | Lengd | Línuþyngd | Þyngd | Hlutar | DH handfang – fremra/aftara | Leiðbeinandi hausþyngd |
Elevation 1278 | 12´ | #7/8 | 178gr | 4 | 295mm/115 mm | 27-30gr / 416-465 grains |
Elevation 1389 | 13´ | #8/9 | 182gr | 4 | 310mm/115 mm | 31-34gr / 480-525 grains |
Elevation 14910 | 14´ | #9/10 | 200gr | 4 | 325mm/125 mm | 35-38gr / 540-585 grains |