Guideline Embrace 9ft #5 er léttur, næmur og vel samstilltur flugustangarpakki, hannaður fyrir nákvæma og viðkvæma framsetningu í urriðaveiði, bleikju og aðra ferskvatnsfiska við íslenskar aðstæður. Þetta sett hentar sérlega vel í minni ár, viðkvæmar aðstæður og þegar köstin þurfa að vera nákvæm og mjúk.
Stöngin, 9 feta löng og fyrir línuþyngd #5, hefur meðalhraða virkni sem veitir veiðimanni bæði tilfinningu og stjórn. Hún er létt í hönd og skemmtileg í meðhöndlun – frábær stöng fyrir þá sem veiða við aðstæður þar sem framsetning skiptir meira máli en kraftur.
Fluguhjólið, NOVA 46 frá Guideline, er létt og endingargott, framleitt úr 100% endurunnum efnum. Það kemur fyrirfram sett upp með línukerfi sem hentar stönginni fullkomlega:
- Power Boost WF #5 flugulína – flotlína með stuttum haus sem einfaldar köst, jafnvel í þröngum aðstæðum eða við nákvæma veiði.
- 20lb undirlína (backing) – sett upp og tilbúin til notkunar.
- 9′ kónískur taumur – tryggir mjúka og nákvæma framsetningu flugunnar.
Settið kemur í Cordura hólki með hjólhólfi – tilvalið fyrir geymslu og ferðalög.
Innihald pakkans:
- Guideline Embrace 9ft #5 flugustöng
- Guideline NOVA 79 fluguhjól
- Power Boost WF #5 flotlína
- 20lb undirlína
- 9′ kónískur taumur
- Cordura hólkur með hjólahólfi
Fullbúið og vel stillt sett fyrir veiðimenn sem sækjast eftir léttum og næmum búnaði fyrir urriða, bleikju og aðra ferskvatnsveiði – tilbúið til notkunar beint úr hólknum.