Experience+ er hönnuð sem alhliða flugulína fyrir allar aðstæður og allskonar kasttækni. Þessi lína snýr og veltir löngum taumum með fullkominni framsetningu og nákvæmni á öllum fjarlægðum. En þetta snýst ekki allt um fjarlægð, þessi lína virkar líka fullkomlega á stuttum og meðal- fjarlægðum. Það þarf ekki að vera mikil lína úti til að skjóta henni út. Stuttur back-taper gerir þessa línu frekar hraða og þetta er lykillinn að góðri alhliða línu.
EIGINLEIKAR
Línuprófíllinn er byggður með 4 metra löngum fram-taper, 6,9 metra sléttum belg og 1,5 metra aftari-taper (#5). Þetta gerir það að verkum að auðvelt er að lyfta línunni af vatninu og hún hentar vel í switch- og spey-köst. Það er líka 1,5 metra höndlunarlína sem veitir stöðugleika, eykur endingu á inndráttarsvæði línunnar og gerir það kleift að hafa meiri lengd útaf stönginni.
Í samanburði við fyrri Experience línuna þá er Experience+ með aðeins styttri haus, hausþyngdin er örlítið minni og hún er þykkari í viðkomu. Þetta er lína sem er auðveldara að kasta með meira jafnvægi heldur en forverinn, en samt með sömu frábæru virknina og upprunalega línan. Þyngdin á hausnum er einni línuþyngd ofar miðað við það sem Guideline mælir með á sínar stangir, en það þýðir samt ekki að það þurfi að nota einni línuþyngd neðar. Á allar Guideline stangir er notuð sama línuþyngd á stöng og línu. Hinsvegar ef leitað er eftir aðeins léttari tilfinningu, þá virkar það fullkomlega að fara línuþyngd neðar. Almennt séð, fyrir mið- til hraðar stangir; sama þyngd á línu og stöng. Fyrir hægar stangir með dýpri virkni, þá er línuþyngd neðar öruggt val.
Experience+ er þrílit, hausinn er með fölan ólífulit, höndlunarlínan er appelsínugul til hafa góða sýn á hana þegar línan er í loftinu og kemur einnig að góðum notum í spey-köstum. Running-hlutinn er beinhvítur. Línan kemur með verksmiðju-framleiddum lúppum að framan og aftan og hún er laser ID merkt nálægt framenda. Kassinn og spólan sem línan kemur í eru umhverfisvæn og endurvinnanleg.
UPPLÝSINGAR
Módel | Hauslengd | Hausþyngd | Litur | Heildarlengd |
Experience+ WF4F | 12m / 39,7ft | 12,5gr / 193 grains | Pale olive/orange/bone white | 27,5m / 90ft |
Experience+ WF5F | 12,5m / 41ft | 14,5gr / 223 grains | Pale olive/orange/bone white | 30m / 98ft |
Experience+ WF6F | 12,5m / 41ft | 16,5gr / 253 grains | Pale olive/orange/bone white | 30m / 98ft |
Experience+ WF7F | 12,5m / 41ft | 18,5gr / 285 grains | Pale olive/orange/bone white | 30m / 98ft |