Experience stuðningsbeltið frá Guideline er með aðeins öðruvísi lögun en gengur og gerist svo það nýtist sem best sem stuðningsbelti. Kemur með tvo D hringi og tvær krækjur við mittið til að hengja hluti á. Flott til að festa t.d. vaðstaf.
Aftaná beltinu er teygjanlegur spandex vasi með opi að neðan til að geyma háf.
Stærðarstillingar eru gerðar á hliðunum svo framhliðin sé með nóg pláss fyrir flugulínuna.
Framleitt úr uppbyggðu EVA efni sem hulið er með neti fyrir góða loftun, síðan er allt þakið með 210D Nælon Rip Stop efni. Kemur með 38mm belti.