Experience veiðivestið kemur með stillanlegum vösum fyrir fluguboxin og flottar lausnir fyrir allar græjurnar og tólin.
Experience vestið er þægilega fyrirferðalítið, með ekkert sem getur flækst, vel stillanlegt og heldur utan um allt sem þú þarft að taka með þér. Hægt er að nota Experience veiðivestið með Experience 28L bakpokanum frá Guideline á einfaldan máta og þá ertu komin/n með sambland af bakpoka og veiðivesti.
Lykilorðin hér eru: Rúmgott, snyrtilegt, mikið frelsi til hreyfinga, léttleiki.
Í HNOTSKURN:
- Tveir teygjanlegir netvasar að framan á báðum hliðum og innri vasi sem heldur utan um taumaefni.
- Einn stór vasi á sitthvorri hlið sem nær að halda utan um stórt Dewitt eða C&F box og eitt lítið/medium box.
Heildarlengd að innan er 35cm til geymslu. - Tveir innri netvasar á hvorri hlið með rennilásum.
- Tækjastöðvar á báðum hliðum.
- D-hanki á baki fyrir háf.
- Heildar hæðin á framhlið er 40cm og bakið er 35cm sem gefur gott pláss fyrir ofan mitti þegar vaðið er.
- Stillanlegir strappar á hliðum svo það passi þér fullkomnlega.
- Velcro flugupúði.
TÆKNIUPPLÝSINGAR
Litur | Grafít og dínamískir litir að innan |
Efni | 210D Nælon Oxford/210D Nælon Baby Rip Stop |
Þyngd | 515gr |
Rennilásar | YKK |