Guideline Fario Click er nýjasti meðlimurinn í Fario fjölskyldunni með mjúkri “smell” bremsu og heilum ramma til að koma veg fyrir að þunnar línur flækist milli spólu og ramma. Í samanburði við önnur vörumerki þá er Fario Click með stillanlegt tví-pinna kerfi með þrjár mismundandi stillingar á viðnámi. “Smell” pinnarnir hafa mismunandi þvermál þannig að þú færð léttari þrýsing á inndraginu en aðeins harðara “brot” þegar fiskur straujar útá sjóndeildarhringinn. En í sannleika sagt þá er í rauninni ekkert “brot” í þessum tegundum af hjólum, smellkerfið er til að forðast yfirkeyrslu á spólunni. Fario Click er hannað fyrir léttustu veiðarnar og græjurnar með Euro-nymphing að leiðarljósi og passar fullkomlega með LPX Tactical og LPX Nymph stöngunum frá Guideline og hentar afar vel á allar léttar og nettar silungastangir.
Fario Click er fáanlegt í tveimur gerðum; fyrir línuþyngd #2/3 og #4/5. Borið saman við “stóra bróður”, Fario LW, eru þau mun léttari og með dýpri en mjórri spólu. Liturinn á Fario Click er “Forest Grey” (Skógar-grár) og verður til þegar yfirborðið er raf-meðhöndlað til að styrkja og tæringarverja álið, þannig fá þau á sig mjög dökka ásýnd en fíngerðan grænan tón við viss birtuskilyrði. Hjólið kemur í fóðruðum nylon poka sem hægt er að hafa utan um hjólið þegar það er fest á stöngina. Það fylgir auka “smell” -pinni og sexkantur til að snúa pinnanum/indrættinum. Geggjað hjól sem gerir stangarsettið ofur-létt og algjörlega fyrsti kostur fyrir Euro-nymphing og veiðar þar sem lítil hætta er á að setja í eitthvað reitt og stórt sem þarf mikið af undirlínu og öfluga bremsu. Algjörlega fullkomið hjól fyrir þá sem vilja heyra “smell” -hljóðið syngja þegar fiskur býður upp í dans!
Í hnotskurn:
- CNC bygging.
- Rafmeðhöndlað yfirborð fyrir mikla endingu og tæringarvörn.
- 3 stillingar á “smellum” með tví-pinna kerfi fyrir léttari inndrátt.
- Forest Grey litur á hjóli og spólu með silfruðu GL logo.
- Auðvelt að breyta inndrátt.
- Auka “smell” pinni ásamt sexkant til að breyta inndrátt.
- Kemur í fóðruðum nylonpoka.
- Aukaspólur fáanlegar á allar stærðir.