Þetta er minni gerðin af hinni stóru og rúmgóðu græjutösku frá Guideline en hefur samt flest alla eiginleikana, bara örlítið minni.
Þessi taska er eins og stóri bróðirinn, framleidd úr vatnsfráhrindandi og veðurþolnu 600D/300D/400g TPE efni. Hún hefur höggþolinn ramma sem ver innihaldið gegn hnjaski. Að innan er taskan með mjúku og sléttu fóðri og helling af breytilegum skilrúmum svo hægt sé að setja töskuna upp samkvæmt eigin þörfum.
Í lokinu eru 4 stórir netvasar.
Fluguhjólataskan kemur með öflugu handfangi úr neoprene.
Stærð: 42 cm x 31 cm x 15 cm.
Rými: 19 lítar.