GEGGJAÐ VÖÐLUPAKKATILBOÐ MEÐ GUIDELINE KAITUM XT VÖÐLUM OG KAITUM VÖÐLUSKÓM MEÐ GÚMMÍBOTNI
Kaitum XT vöðlurnar eru hannaðar með naumhyggju að leiðarljósi, samt með aukageymsluplássi og þægindum. Allar vetvangsprófanir sýndu að útkoman er frábær. Efnið í vöðlunum er bluesign® vottað 3-laga Nylon Taslan, að hluta til með Hexagon-styrkingum og lágmörkun sauma á innanverðum fótleggjum gerir þær endingarbetri. Fyrir utan hreinlega hönnunina hafa þessar vöðlur kengúru-vasa til að hlýja sér á höndum og stóran teygjanlegan vasa með YKK® rennilás. Að aftan er hægt að stilla vöðlubeltið hátt eða lágt. Sokkarnir eru með Comfort™ -sniði og sandhlífarnar eru með skókrækjum til að halda þeim á sínum stað. Að innan er vasi sem hægt er kippa upp, góður fyrir síma eða lykla.
HREINT-ALLA-LEIÐ
Aðalefnið í þessum vöðlum er bluesign® vottað Nylon Taslan og er sjálfbært en samt endingargott. Sylgjur og aðrar smærri innsetningar eru bluesign® samþykktar vörur frá þriðja aðila. Kaitum XT vöðlurnar frá Guideline eru fluorocarbon frí vara.
Í HNOTSKURN
- Teygjanleg og stillanleg axlabönd.
- Stór, teygjanlegur möskva-vasi að framan með YKK® rennilás.
- Handvermi-vasi í kengúrustíl.
- Teygjanlegt vöðlubelti með hátt/lágt stilingu að aftan.
- Hexagon styrkingar á framfótum og sæti.
- Sandhlífar með krækju til að festa við vöðluskó.
- Comfort™ sniðnir vöðlusokkar til að koma í veg fyrir krumpur í vöðluskónum.
- Útfellanlegur innri vasi með YKK® rennilás.
ÖNDUN | 3000 |
LITUR | Kolagrátt |
UMHVERFISVERND |
|
EFNI | 3-laga 100% Nælon Taslan |
VATNSHELDNI | 20000 |
ÞYNGD | 880gr í stærð Large |
UM SKÓNA
Flottir og léttir skór með góða endingu og þorna fljótt. Fóðraðir að innan fyrir ofan hæl og tungu með Lycra. Innri sólinn er gerður úr EVA mið-sóla og skórinn er með gúmmísóla. Þetta er sami gúmmísóli og á Laxá Traction. Með Kaitum skónum fylgja skrúfunaglar og lykill svo þú getir valið hvort þú setjir þá í gúmmísólann, en það veitir mun betra grip á sleipum steinum og í straumhörðum ám.