Laerdal vöðlurnar frá Guideline eru sérsniðnar fyrir konur. Hlýjar og þægilegar að hreyfa sig í á löngum veiðidögum og fáanlegar í venjulegum stærðum og aðeins rýmri Queen stærðum.
Þegar Guideline ákvað að byrja að framleiða veiðifatnað fyrir konur lá beint við að leita til kvenkyns meðlima í Power Team liðinu; til að fá dýrmætt innlegg í framleiðsluna. Niðurstaðan var lína af vörum sem kenndar eru við hina frægu á í Noregi, Laerdal, einnig nefnd “Drottning ánna”.
Þægindi og hreyfanleiki eru lykilatriði á löngum veiðidögum og þessvegna koma þessar vöðlur í bæði venjulegum stærðum og aðeins rýmri stærðum nefndar Queen.
Vöðlurnar koma með fullkominni blöndu af 4 laga slitsterku efni frá mitti og niður og 3 laga léttara og hreyfanlegra efni fyrir ofan mitti. Sniðið yfir bringuna er extra hátt til að halda betur hita og það, ásamt WAS™ sniði um mittið, gerir þessar vöðlur afskaplega þægilegar að vera í allan daginn í allskyns aðstæðum.
Með stillanlegu Elevator™ axlaböndunum getur þú breytt vöðlununum í mittisvöðlur á örskotstundu sem er gríðarlega þægilegt á heitum dögum eða í löngum göngutúrum.
Bringusvæðið hefur marga eiginleika, s.s. rúmgóðan vasa, flísfóðraða vasa til að hlýja sér á höndum, útdraganlegan hangandi vasa og tækjastiku fyrir tól og tæki. Athugið samt að vasarnir eru ekki vatnsþéttir, þannig að ekki má geyma síma, bíllykla m/fjarstýringu eða annan rafbúnað í þessum vösum.
Vel hannaður sokkurinn er búinn til með sjálfbærustu og hagnýtustu lausninni sem er til staðar, með því að nota plöntubundið Yulex® (náttúrlegt gúmmí) og kalksteinsbyggðan sóla með mikinn þéttleika. Sandhlífarnar eru úr sama efni og aðalefnið í vöðlunum með krók til að festa við vöðluskóna.
Liturinn á vöðlunum er grænleitur og kolagrár.
Efnið er 3-laga ofan mittis með vatnsheldnistuðul uppá 20000 mm og öndun 20000 g/m2/24h.
Neðan mittis er 4-laga efni með vatnsheldnistuðul uppá 30000 mm og öndun 7000 g/m2/24h.
LYKILATRIÐI
- Extra hátt bringusvæði til varnar vatnsgangi og til að auka hlýju.
- Stillanleg Elevator™ axlabönd til að breyta vöðlum í mittisvöðlur.
- Einn stór brjóstvasi með rakaheldum rennilás.
- Tækjastika fyrir tæki og tól.
- WAS™ stillanlegt mitti til að nota án vöðlubeltis.
- Nylonofið vöðlubelti með hátt/lágt stillingu.
- Hnésvæði sniðið með hreyfanleika að leiðarljósi.
- Sandhlífar með krók til að festa við vöðluskóna.
- Comfort Plus™ sniðnir sokkar til að koma í veg fyrir krumpur þegar farið er í vöðluskóna.
- Sokkar gerðir úr Yulex® náttúrulegu gúmmí.
- Útdraganlegur vasi.
- Poki utan um vöðlur fylgir.
TÆKNIUPPLÝSINGAR
Öndun | 7000 |
Litur | Grænleitur/Kolagrár |
Umhverfisvernd | Bluesign® samþykkt efnisval – Án Fluorocarbon – Yulex® náttúrulegt gúmmí |
Efni | 4-laga Nylon Taslan |
Þyngd | 880gr / stærð S |
Vöðlustærðir
Stærð | Brjóstmál (cm) | Mittismál (cm) | Klofmál (cm) | Rassmál (cm) | Sokkur (cm) |
---|---|---|---|---|---|
Woman XS | 77-82 | 61-66 | 74-75 | 86-91 | 25 |
Woman S | 83-88 | 67-72 | 76-77 | 92-97 | 25,5 |
Woman M | 89-94 | 73-78 | 78-79 | 98-103 | 26 |
Woman L | 95-100 | 79-84 | 80-81 | 104-109 | 26,5 |
Woman XL | 101-106 | 85-90 | 82-83 | 110-115 | 27 |
Queen size | |||||
Woman MQ | 93-98 | 77-82 | 78-79 | 102-107 | 26 |
Woman LQ | 99-104 | 83-88 | 80-81 | 108-113 | 26,5 |
Woman XLQ | 105-110 | 89-94 | 82-83 | 114-119 | 27 |