Laerdal vöðluskórnir eru sérstaklega hannaðir fyrir konur og samræmast fullkomlega öllum flíkum úr Laerdal línunni, bæði hvað varðar hönnun og eiginleika. Þeir eru léttir og passa vel að fætinum en veita samt góðan stuðning og þægindi á löngum veiðidögum. Lærdal serían er byggð á verðmætri reynslu frá kvenkyns ambassadorunum hjá Guideline. Þessi samvinna er grunnurinn að Laerdal seríunni sem er nefnd eftir hinni frægu norsku á sem oft er kölluð Drottning ánna. Þægindi, hreyfanleiki og hlýja eru lykilatriði í Laerdal seríunni sem er hönnuð eingöngu fyrir konur með langa veiðidaga í huga, jafnvel við erfiðistu aðstæður.
TÆKNILEGIR EIGINLEIKAR
Vöðluskórnir eru með Vibram® Idrogrip™ “sticky” gúmmísóla sem veitir öruggt grip á hálu yfirborði. Stífur og endingargóður borði gerir skóna enn stöðugri og auðveldara er að negla skóna. Sérstakar styrkingar eru um hæl- og tásvæði til að takast á við erfitt landslag og grýttann botn ásamt TPU styrkingum meðfram skónum til að vernda skóinn gagnvart hvössum hlutum. Aðalefnið í skónum er Nylon 6 210D sem er endurunnið að hluta til og hefur Fluorocarbon fría DWR meðhöndlun.
Litur | Algae Green |
Umhverfis-
vernd |
|
Efni | 72 % recycled Robic® Mipan® Regen™ nylon, 28 % N/66 ripstop |
Skóstærðir | US5/EUR38/UK4 – US9/EUR42/UK8 |
Þyngd | 1020gr/parið í stærð US6/EUR39/UK5 |