Geggjaður dömuvöðlupakki sem inniheldur dömuvöðlurnar frá Guideline sem heita Laerdal og vöðluskó í sömu línu, Laerdal.
Laerdal vöðlurnar frá Guideline eru sérsniðnar fyrir konur. Hlýjar og þægilegar að hreyfa sig í á löngum veiðidögum og fáanlegar í venjulegum stærðum og aðeins rýmri Queen stærðum.
Þegar Guideline ákvað að byrja að framleiða veiðifatnað fyrir konur lá beint við að leita til kvenkyns meðlima í Power Team-inu, til að fá dýrmætt innlegg í framleiðsluna. Niðurstaðan var lína af vörum sem kenndar eru við hina frægu á í Noregi, Laerdal, einnig nefnd “Drottning ánna”.
Þægindi og hreyfanleiki eru lykilatriði á löngum veiðidögum og þessvegna koma þessar vöðlur í bæði venjulegum stærðum og aðeins rýmri stærðum nefndar Queen.
Vöðlurnar koma með fullkominni blöndu af 4 laga slitsterku efni frá mitti og niður, og 3 laga léttara og hreyfanlegra efni fyrir ofan mitti. Sniðið yfir bringuna er extra hátt til að halda betur hita og það, ásamt WAS™ sniði um mittið, gerir þessar vöðlur afskaplega þægilegar að vera í allan daginn í allskyns aðstæðum.
Með stillanlegu Elevator™ axlaböndunum getur þú breytt vöðlununum í mittisvöðlur á örskotstundu sem er gríðarlega þægilegt á heitum dögum eða í löngum göngutúrum.
Bringusvæðið hefur marga eiginleika, s.s. rúmgóðan vasa, flísfóðraða vasa til að hlýja sér á höndum, útdraganlegan hangandi vasa og tækjastiku fyrir tól og tæki. Athugið samt að vasarnir eru ekki vatnsþéttir, þannig að ekki má geyma síma, bíllykla m/fjarstýringu eða annan rafbúnað í þessum vösum.
Vel hannaður sokkurinn er búinn til með sjálfbærustu og hagnýtustu lausninni sem er til staðar, með því að nota plöntubundið Yulex® (náttúrlegt gúmmí) og kalksteinsbyggðan sóla með mikinn þéttleika. Sandhlífarnar eru úr sama efni og aðalefnið í vöðlunum með krók til að festa við vöðluskóna.
Liturinn á vöðlunum er grænleitur og kolagrár.
Efnið er 3-laga ofan mittis með vatnsheldnistuðul uppá 20000 mm og öndun 20000 g/m2/24h.
Neðan mittis er 4-laga efni með vatnsheldnistuðul uppá 30000 mm og öndun 7000 g/m2/24h.
TÆKNIUPPLÝSINGAR – Vöðlur
Öndun | 7000 |
Litur | Grænleitur/Kolagrár |
Umhverfisvernd | Bluesign® samþykkt efnisval – Án Fluorocarbon – Yulex® náttúrulegt gúmmí |
Efni | 4-laga Nylon Taslan |
Þyngd | 880gr / stærð S |
GUIDELINE KAITUM VÖÐLUSKÓRNIR
Guideline Kaitum vöðluskórnir eru flottir og léttir skór með góða endingu og þorna fljótt. Fóðraðir að innan fyrir ofan hæl og tungu með Lycra. Innri sólinn er gerður úr EVA mið-sóla og skórinn er með gúmmísóla. Þetta er sami gúmmísóli og á Laxá Traction. Með Kaitum skónum fylgja skrúfunaglar og lykill svo þú getir valið hvort þú setjir þá í gúmmísólann, en það veitir mun betra grip á sleipum steinum og í straumhörðum ám.