Nútímalegur og flottur vöðlujakki í Laxá 2.0 línunni sem hefur allt sem dýrari jakkar hafa upp á að bjóða.
Framleiddur úr þriggja laga Nælon Taslan efni og hefur vatnsheldnisstuðul upp á 10.000mm og öndun 5.000 / m2.
Einungis 680 grömm að þyngd en samt pakkaður af ýmsum flottum eiginleikum. Fjórir brjóstvasar fyrir flugubox, tauma, tól og tæki með góðum hliðarvösum til að hlýja sér á höndunum.
Ermar eru með DuoDrag™ ermalokunarkerfi. Stillanleg rúmgóð hetta og eingöngu eru notaðir hágæða YKK Aquaguard rennilásar.
TÆKNIUPPLÝSINGAR
Öndun | 5000 |
Litur | Grafít |
Efni | Þriggja laga 100% Nælon Taslan |
Vatnsheldni | 10000 |
Þyngd | 680gr / stærð L |
Rennilásar | YKK Vislon og Aquaguard |