Laxa 3.0 vöðluskórnir eru uppfærð útfærsla með nýþróuðum og þægilegum miðsóla með góðum stuðning sem gerir lengri göngur og íveru þægilegri. Liturinn er klassískur, dökkgrár grafít. Ytra efnið er sterkt og slitþolið 900 D polyester sem er ekki með DWR húðun, sem þýðir að það er PFAS/fluorocarbon frítt. Sólinn er úr gúmmí sem hefur gott grip og þeir eru negldir með tungsten nöglum til að auka öryggi og stöðugleika við mismunandi aðstæður.
Að innan eru skórnir með sérstöku svampefni með mjög lága vatnsdrægni til að halda þeim léttum og stöðugum. Þunn aukastyrking að innan á tá- og hælsvæði eykur styrk og stífni til að tryggja að skórinn haldi formi sínu þegar vaðið er dýpra vatni. Þessar styrkingar auka líka þægindi og halda betur hita þar sem minni þrýstingur kemur á þessi svæði. Neðri hlutinn að utan er með gúmmí styrkingum til að takast á við erfiðar aðstæður, t.d. erfitt og grýtt landslag. Laxa 3.0 eru framleiddir í evrópskum stærðum, eru mjög léttir og þorna fljótt. Skóparið kemur í kassa sem er úr endurunnum pappa.
Fáanlegir í stærðum US7/EUR40 – US15/EUR48
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
Litur | Graphite |
Umhverfisvernd |
|
Efni | 900D Polyester |
Sóli | Gúmmí – Traction |
Þyngd | 1260gr/parið í stærð US10/EUR43 |