Hágæða flugustangir með stafla af eiginleikum sem sjaldan sjást á þessu verði.
LPX Chrome flugustangir eru hannaðar og smíðaðar með glænýrri stangarvirkni frá Guideline. Þær eru með djúpa 3⁄4 hleðslu og kraft sem kemur fyrr í kastið án þess að fórna hraðanum í stönginni. Þær hafa léttleika, stöðugleika og viðbragð sem tengir þig við kastið á alveg nýjan hátt. LPX Chrome eru kraftmiklar og hannaðar fyrir veiði í ám á silung, lax og sjóbirting.
Leyndarmálið á bak við einstaka stangarvirknina er C.A.P M4.0™ tæknin frá Guideline, háþróuð koltrefjauppsetning sem skapar einstaka stangarsveigju sem hefur það allt. Virkninni er best lýst sem miðlungshröð, framsækin með hraðri endurheimt. Toppurinn hefur mikinn stöðugleika til að setja skerpu í lúppuna og kraft til að lyfta þungum sökklínum. Þegar kastað er tengist maður auðveldlega neðri hluta stangarinnar sem skilar ótrúlegum teygjubyssu áhrifum í stoppinu og þetta gerir þér kleift að ná löngum köstum með lítilli áreynslu. Einstakur hliðarstöðugleiki í LPX Chrome gerir það að verkum að flugulínan fylgir stönginni einstaklega vel þegar þú sveiflar og snýrð stönginni í kastinu. Framkvæmir nákvæmari köst, meiri línuhraða og hreinni lúppur.
Sannarlega ný virkni sem mun setja mark sitt á framtíðar flugustangir frá Guideline!
For fly line of choice, we recommend our compact 3D+ shooting head series and the 4D Compact Body and Tip concept.
- LPX Chrome SW 11’7” #7/8 – Probably the most versatile switch rod in the series. It has a bit more back-bone than the 6/7. But still an ultra-light, responsive and super user-friendly double hander. For a fly line of choice, we recommend our 3D+ Compact lines.
- C.A.P M4.0™ tækni (margþætt öxulmynstur) byggð á fjölþátta lögum af 40T og 36T efnum.
- Meðalhröð virkni með stangaruppbyggingu sem hraðri endurheimt.
- Fjölhæf stöng sem hentar í ýmsar gerðir af veiði.
- Ofurléttar stangir með einstakan sveigjuþunga sem gerir þér kleyft að leita að hinum silfraða allan daginn án þess að þreytast.
- Háglans stangarpartar í blágrænum lit og vafningar með samsvarandi útlit.
- FLOR grade korkur í handfangi með gúmmíkorkstyrkingu fyrir betri endingu og erfiðu dagana á bakkanum.
- Stripp-lykkjur eru úr Titanium með Zirconia ofurléttum innsetningum.
- Hólkurinn er aðeins 50mm í þvermál og er gerður úr PP (Polypopylene) og klæddur með endurunnu Pólýester. Stangarpokinn er úr endurunnu pólýester.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
MÓDEL | LENGD | ÞYNGD | HLUTAR | LÍNUÞYNGD | HANDFANG framan/aftan | HAUSÞYNGD |
---|---|---|---|---|---|---|
LPX Chrome SW 11778 | 11´7″ | 163gr | 4 | #7/8 | 260 mm / 90 mm | 27-30g / 416-465 grains |
Um hjólið:
Reach fluguhjólin eru ekki eingöngu frábærlega verðlögð miðað við frammistöðu, heldur koma þau með nútímalegri hönnun og mjög sterku bremsukerfi sem venjulega er ekki hægt að finna í hjólum á þessu verði. Hið sannreynda bremsukerfi Reach hjólanna hefur verið þróað og aðlagað frá dýrari fluguhjólum Guideline sem hægt er að fínstilla með stórum bremsuhnappi. Það skiptir engu máli hvaða fisk þú ert að fara að veiða í nágrenninu, þú getur treyst bremsunni í Reach hjólunum 100%.
Og jafnvel ef þú ferð að eltast við fisk í söltum sjó, s.s. sjóbirting, þá getur þú hiklaust notað Reach fluguhjólið þar sem bremsukerfið er algerlega þétt og er því tilbúið fyrir slíka veiði. Frábært hjól fyrir alla þá sem ekki vilja kafa of djúpt í vasann.
Þessi large arbor hjól eru steypt úr hágæða áli til að tryggja gæði og fölskvalausa virkni, og koma með CNC áferð. Með large arbor hönnuninni á þessum léttu hjólum getur maður dregið hratt inn og minnkað líkurnar á flækjum. Opin grindarhönnun hjólanna flýtir fyrir þornun á flugulínunni eftir veiðar.
Með Reach hjólunum hefur Guideline núna sýnt fram á að áreiðanlegar veiðigræjur þurfa ekki að vera dýrar og kemur hér með nútímalegt fluguhjól sem hentar fyrir einhendur frá línuþyngdum 5 til 9.
Í hnotskurn:
- Nútímalegt hjól þar sem þú færð mikið fyrir peninginn
- Nákvæmt, mjúkt bremsukerfi
- Stór bremsuhnappur fyrir fínstillingu
- Koltrefjabremsukerfi
- Vinstri eða hægri inndráttur
- Nútímaleg hönnun
- Large Arbor hönnun
- Litur: svartur / appelsínugulur
Um línuna:
Nútúmalegt úrval af stuttum skothausum fyrir switch og tvíhendur og hafa endurskilgreind setninguna “Easy-To-Cast”.
Fáanlegar í þyngdum sem hentar fyrir hverskonar veiði sem þú kannt að lenda í, allt frá switch stöngum að styttri tvíhendum, en þó ekki fyrir stærstu og þyngstu tvíhendurnar. Þær eru stuttar, en samt ótrúlega stífar og nákvæmar í kasti.
Guideline hefur eytt miklum tíma í að fínstilla þyngdarjafnvægið, hinar ýmsu lengdir, og skiptingarnar á milli hinna ýmsu þéttleika til að stilla þær af fyrir bæði sökkhraða og rek í gegnum vatnið.
Hæfileiki þeirra til að halda jafnvægi, en samt vera nógu öflug til að snúa stórum og búkmiklum flugum, og kasta jafnframt lengra en þú hafðir talið mögulegt með svo stuttri línu gerir þær að mjög góðu vali fyrir alhliða línu.
GERÐ | ÞYNGD | HEILDARLENGD | LITAKÓÐI ENDA |
---|---|---|---|
3D+ Compact SH #7/8 | 19 g / 290 grains | 7,6 m / 24ft 11in | Fjólublár |