Hágæða flugustangir með stafla af eiginleikum sem sjaldan sjást á þessu verði.
LPX Chrome flugustangir eru hannaðar og smíðaðar með glænýrri stangarvirkni frá Guideline. Þær eru með djúpa 3⁄4 hleðslu og kraft sem kemur fyrr í kastið án þess að fórna hraðanum í stönginni. Þær hafa léttleika, stöðugleika og viðbragð sem tengir þig við kastið á alveg nýjan hátt. LPX Chrome eru kraftmiklar og hannaðar fyrir veiði í ám á silung, lax og sjóbirting.
Leyndarmálið á bak við einstaka stangarvirknina er C.A.P M4.0™ tæknin frá Guideline, háþróuð koltrefjauppsetning sem skapar einstaka stangarsveigju sem hefur það allt. Virkninni er best lýst sem miðlungshröð, framsækin með hraðri endurheimt. Toppurinn hefur mikinn stöðugleika til að setja skerpu í lúppuna og kraft til að lyfta þungum sökklínum. Þegar kastað er tengist maður auðveldlega neðri hluta stangarinnar sem skilar ótrúlegum teygjubyssu áhrifum í stoppinu og þetta gerir þér kleift að ná löngum köstum með lítilli áreynslu. Einstakur hliðarstöðugleiki í LPX Chrome gerir það að verkum að flugulínan fylgir stönginni einstaklega vel þegar þú sveiflar og snýrð stönginni í kastinu. Framkvæmir nákvæmari köst, meiri línuhraða og hreinni lúppur.
Sannarlega ný virkni sem mun setja mark sitt á framtíðar flugustangir frá Guideline!
For fly line of choice, we recommend our compact 3D+ shooting head series and the 4D Compact Body and Tip concept.
- LPX Chrome SW 11’7” #7/8 – Kraftmikil, afar létt, móttækileg og mjög notendavæn Switch/tvíhenda. 3D+ Compact línan frá Guideline passar mjög vel á þessa stöng.
- LPX Chrome SW 11’7” #8/9 – Fullkominn stöng í stærri fiska með léttri uppsetningu. Öflug Switch/tvíhenda sem ræður við þetta allt. Einstaklega létt og nóg af krafti til að höndla sökklínur og stærri flugur. A3D+ Compact línan frá Guideline passar mjög vel á þessa stöng.
- C.A.P M4.0™ tækni (margþætt öxulmynstur) byggð á fjölþátta lögum af 40T og 36T efnum.
- Meðalhröð virkni með stangaruppbyggingu sem hraðri endurheimt.
- Fjölhæf stöng sem hentar í ýmsar gerðir af veiði.
- Ofurléttar stangir með einstakan sveigjuþunga sem gerir þér kleyft að leita að hinum silfraða allan daginn án þess að þreytast.
- Háglans stangarpartar í blágrænum lit og vafningar með samsvarandi útlit.
- FLOR grade korkur í handfangi með gúmmíkorkstyrkingu fyrir betri endingu og erfiðu dagana á bakkanum.
- Stripp-lykkjur eru úr Titanium með Zirconia ofurléttum innsetningum.
- Hólkurinn er aðeins 50mm í þvermál og er gerður úr PP (Polypopylene) og klæddur með endurunnu Pólýester. Stangarpokinn er úr endurunnu pólýester.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
MÓDEL | LENGD | ÞYNGD | HLUTAR | LÍNUÞYNGD | HANDFANG framan/aftan | HAUSÞYNGD |
---|---|---|---|---|---|---|
LPX Chrome SW 11778 | 11´7″ | 163gr | 4 | #7/8 | 260 mm / 90 mm | 27-30g / 416-465 grains |
LPX Chrome SW 11789 | 11´7″ | 166gr | 4 | #8/9 | 260 mm / 90 mm | 31-34g / 480-525 grains |