LPX Coastal er ný og svakaleg lína af stöngum fyrir alvöru stórfiskaveiðar með straumflugum; stóran urriða og bleikju, sjóbirting og í strandveiði eða í draumaferðina til hitabeltislanda. Þökk sé nýrri byggingatækni, þá er hægt að búa til lengri stangir með sömu tilfinningu og í styttri stöngum.
Algerlega nýtt efnisval, einbeitt áhersla á umhverfið og breytt hugarfar til að hanna fullkomna stöng fyrir stærri og grimmari fiska ásamt því að vera seltuþolinn.
Nýju efnin og koltrefjauppsetningin skapa stangir með mjög létta toppa sem gefur okkur möguleika á að lengja stöngina en viðhalda hröðuninni í kastinu. Léttu þynnurnar draga líka úr þreytu í úlnliðnum og það er eins og þú sért með 9 feta stöng þegar þú kastar með henni. Semsagt, sömu eiginleikar og í 9 feta stöngum en með lengri drægni. Þetta er ástæðan fyrir því að #5, #6 og #7 eru í 9´3″ lengd. Þessar auka 3” ( 7,5cm) eru viðbót milli vatns og stangartopps. Þetta skapar betri stjórn á línunni þegar kastað er, sérstaklega þegar þú ert að vaða. 9´3” stangirnar verða klárlega ekki fyrir meiri áhrifum af vindi en 9´.
Að þvinga stöng í gegnum mikinn vind er meira vandamál þegar stöng er lengri en 10´ og toppurinn er orðin þyngri.
#8, #10 og #12 eru 9 feta til að eiga við stóru fiskana sem þessar stangir eru gerðar fyrir og til að halda niðri þrýstingnum á úlnliðnum með þessum þyngri línum. Þessar stangir eru líka sérstaklega góðar fyrir hitabeltisveiði þar sem oft er veitt af bát og ekki þarf að kasta mjög langt. Þessar stangir eru hraðar með snöggri leiðréttingu. Samanborið við eldri útgáfur af þessum stöngum þá eru LPX Coastal léttari, skarpari, líflegri og með aðeins dýpri sveigjuferil. Þetta gerir þær auðveldari að kasta með og móttækilegri fyrir óhóflegla miklum krafti eða úlnliðshreyfingum sem veiðimenn beita oft óafvitandi til ná lengri köstum.
Til að lesa enn frekar um LPX Coastal er hægt að skoða Blogg frá Leif Stävmo hönnuð LPX Coastal stanganna – Af hverju 9’3” í lengd? með því að smella hér
BYGGINGARTÆKNI
Nýja LPX Coastal er afrakstur 3 ára samfelldra rannsókna og leitar, til að finna bestu fáanlegu lausnirnar bæði fyrir afköst og grænni tækni í hverjum einasta íhlut og part stangarinnar. Háþróuð kolefnisuppsetningin í þessum stöngum er með C.A.P tækni sem er í raun margþætt öxul mynstur sem er parað með einátta koltrefjauppbyggingu til að ná hámarks styrk og lágri þyngd. Einátta koltrefjar er tegund af kolefnauppbyggingu sem er ekki ofinn og allar trefjar liggja í einni samhliða átt til að ná hámarksstyrk á lengdina. Í margþættu öxulmynstri (CAP) eru forunnar þynnurnar lagðar frá mismunandi horni hvor við aðra til að hámarka styrk og stöðugleika í allar áttir. Eiginleikar og tæknileg sérstaða þessara efna sem notuð eru í þessar stangir eru á næsta stigi fyrir ofan það sem notað er í Elevation línuna sem eru stangir sem marka tímamót. Stórbrotin afköst og styrkur en samt ótrúlega léttar stangir.
LÍNUÞYNGDIR
9´3” #5 & #6:
Fyrir utan að vera frábærar stangir til veiða á litlum opnum ströndum eða í minni víkum og flóum á rólegum dögum eru þessar stangir líka tilvaldar fyrir smærri vötn, læki og ár, þar sem þarf að beita smærri flugum og fiskarnir eru styggir. Þessr stangir eru með skarpa og viðbragðsfljóta virkni sem býr til þéttar og fallegar línulykkjur og þær eru með næman og vel balanseraðann topphluta sem höndlar vel netta tauma.
9´3” #7 & 9´ #7 & #8:
Þetta eru alhliða strandveiðistangir og stangir til að höndla stærri flugur, sterkari vind og sökklínur/skothausa þegar þess er þörf. Lág sveifluþyngd og frábær tenging milli topps og handfangs, gerir þær frábærar að kasta og vinna með í lengri tíma. Þær eru frekar hraðar en viðhalda tilfinningu fyrir álagi niður að neðri þriðjung stangarinnar þegar bætt er i og kraftur er settur í kastið.
9´#10 & #12:
Tvær þyngri línuþyngdirnar í Coastal línunni henta sérléga vel bæði í sjóveiðar; Halibut, Pollack og Túnfisk eða í hitabeltisveiðar; Permit, Jacks, Tarpon og aðra stóra fiska sem læðast um í heitara vatni. Þessar stangir henta líka í stóran sjóbirting og silung þar sem það á við. Þetta eru sterkar stangir, samt mjög léttar og byggðar til að hafa nægan kraft til að eiga baráttu við stóran fisk á skilvirkan hátt frá neðri hluta stangarinnar en eru samt þægilegar að kasta með þar sem efri hlutinn er þolinmóður og sveigjanlegur.
MEIRA AF UMHVERFISVÆNUM UPPLÝSINGUM
- C.A.P M40 tækni (margþætt öxulmynstur) byggt á fjölþátta lögum af 40T og 36T efnum.
- Umhverfisvænt PP herpilím.
- Þynnur eru ekki slípaðar.
- Super Grade korkur í handföngum og Fighting Butt með formamíð-fríum endum.
- Umhverfisvænt, með mjög lágu VOC, Epoxy, er notað til samsetningar og í húðun.
- Stripp-lykkjur eru úr Titanium með Zirconia ofurléttum innsetningum. #5-#7 eru með einspinna lykkjum og #8-#12 eru með snákalykkjum.
- Stangarpoki er úr endurunnu Pólýester.
- Hólkurinn er aðeins 50mm í þvermál og er gerður úr PP (Polypopylene) og klæddur með endurunnu Pólýester.
- Hólkurinn er með nýjan YKK, NATULON rennilás sem er úr 89% endurunnu Pólýester.
- Ekkert plast á brúnum eða í gripi.
- Allar stangir eru 4 hluta.
REPREVE™ er leiðandi og eitt traustasta vörumerkið með hágæða trefjar sem eru gerðar úr endurunnum efnum (þ.m.t. plastflöskur).
Notaðu vörur sem eru gerðar með REPREVE™ til að gera gæfumuninn.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
MÓDEL | LENGD | ÞYNGD | HLUTAR | LÍNUÞYNGD | HANDFANG | HAUSÞYNGD |
---|---|---|---|---|---|---|
LPX Coastal 935 | 9´ 3″ | 90gr | 4 | #5 | Full wells m/butt/single leg | 11-13g / 170-200 grains |
LPX Coastal 936 | 9´ 3″ | 92gr | 4 | #6 | Full wells m/butt/single leg | 13-15g / 200-230 grains |
LPX Coastal 937 | 9´ 3″ | 94gr | 4 | #7 | Full wells m/butt/single leg | 17-19g / 260-290 grains |
LPX Coastal 908 | 9´ | 95gr | 4 | #8 | Full wells m/butt/single leg | 19-21g / 290-325 grains |