Geggjaður Euro Nymping stangarpakki með Guideline LPX Nymph flugustöng, Guideline Click Euro hjóli og Guideline LPS / Euro flugulínu!
Guideline LPX Nymph eru hreinræktaðar EuroNymph stangir sem höndla auðveldlega allar gerðir af flugum.
Guideline LPX Nymph er pökkuð af hágæða eiginleikum og íhlutum sem munu fullnægja kröfuhörðustu euronymph veiðimönnum. Þökk sé C.A.P M4.0, háþróaðri stangarþynnu-byggingartækni eru þessar stangir ótrúlega léttar miðað við lengd og hafa virkni sem tekur nymph stangir upp á næsta stig.
Einstaklega næm, sem gerir mögulegt að greina allra fínustu tökurnar. Toppurinn er afar næmur með smá-aukandi krafti niður stöngina. Mismunandi hlutar stangarinnar tengjast mjög mjúklega þegar þú setur meira afl í þá. Þetta gerir bardaga við stærri fiska áhrifaríkari en verndar samt nettustu taumana. Endurheimt stangarinnar er með því besta; hratt, óhnikað, án titrings og mikill stöðugleiki á alla vegu. Þetta tryggir óviðjafnanlega nákvæmni þegar þú kastar flugunum þínum og skapar þessu góðu tilfinningu að vera tengdur við alla stöngina.
Léttleiki stangarinnar í hendi, frábært jafnvægi og lítil sveifluþyngd munu gefa þér frábæra tíma á bakkanum.
- Guideline LPX Nymph 10’2” # 3: Aðallega notuð í litlum til miðlungsstórum ám, mjög létt og næm stöng sem er samt fjölhæfust af hinum þremur stöngum línunnar. Frábær alhliða púpustöng sem getur einnig kastað hefðbundnum flugulínum.
- Guideline LPX Nymph 10’8” #3: Hreinræktaðar EuroNymph stangir sem höndla auðveldlega allar gerðir af flugum.
- Guideline LPX Nymph 10’2” #4: Þessi stöng er fyrir stærstu fiskana og þegar krafan er fyrir meiri kraft til að berjast við slíka án vankvæða, en verndar samt nettustu taumana.
- C.A.P M4.0™ tækni byggð á fjölþátta lögum af 40T og 36T efnum.
- Meðalhröð flx virkni með næmum toppi sem hentar fyrir bæði löng köst og til að vernda nettustu taumana.
- Stangarpartar eru með matta yfirborðsáferð til að styggja síður fiskinn vegna glampa frá sólu.
- Allir málmpartar rafhúðaðir með matta áferð svo að ekki verði til glampi frá sólu.
- Stangarpartarnir koma í náttúrulegum gráum lit með örlítinn grænan blæ. Vafningar eru dökkgrænir með ljós-gullnum skrautvafningi.
- Handfang er með ofurþéttum Super Grade korki með lítilli fyllingu.
- Stripp-lykkjur eru úr Titanium með Zirconia ofurléttum innsetningum.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
MÓDEL | LENGD | ÞYNGD | HLUTAR | LÍNUÞYNGD | HANDFANG | HAUSÞYNGD |
---|---|---|---|---|---|---|
LPX Nymph 1023 | 10´2″ | 76gr | 4 | #3 | Slimfront HW w butt/downlock | 7-9g / 110-140 grains |
LPX Nymph 1024 | 10´2″ | 80gr | 4 | #4 | Slimfront HW w butt/downlock | 9-11g / 140-170 grains |
LPX Nymph 1083 | 9´ | 78gr | 4 | #3 | Slimfront HW w butt/downlock | 7-9g / 110-140 grains |
Um Guideline Click hjólið:
Guideline Fario Click er nýjasti meðlimurinn í Fario fjölskyldunni með mjúkri “smell” bremsu og heilum ramma til að koma veg fyrir að þunnar línur flækist milli spólu og ramma. Í samanburði við önnur vörumerki þá er Fario Click með stillanlegt tví-pinna kerfi með þrjár mismundandi stillingar á viðnámi. “Smell” pinnarnir hafa mismunandi þvermál þannig að þú færð léttari þrýsing á inndraginu en aðeins harðara “brot” þegar fiskur straujar útá sjóndeildarhringinn. En í sannleika sagt þá er í rauninni ekkert “brot” í þessum tegundum af hjólum, smellkerfið er til að forðast yfirkeyrslu á spólunni. Fario Click er hannað fyrir léttustu veiðarnar og græjurnar með Euro-nymphing að leiðarljósi og passar fullkomlega með LPX Tactical og LPX Nymph stöngunum frá Guideline og hentar afar vel á allar léttar og nettar silungastangir.
Sjá frekari upplýsingar: https://flugubullan.is/verslun/guideline-fario-click/
Um Guideline LPS/Euro línuna:
Hið fullkomna vopn fyrir fjölhæfa og skilvirka veiði með léttum silungastöngum. Þessi lína er með “tvær i einni” uppsetningu sem gefur þér bæði fíngerða WF – línu og einnig þunna, jafna Euro Nymph línu með Indicator-topp, allt í einni línu. Ef þú veiðir á þurrflugu og púpu á hefðbundinn hátt, notar þú fíngerðan og nettan WF hlutann. Þetta mun koma flugunum þínum laumulega út og með nákvæmni, á stuttum til miðlungs fjarlægðum.
Ef þú vilt skipta um og veiða með Euro Nymph tækni, þá einfaldlega snýrðu línunni við á fljótlegan hátt og þú ert með sérsniðna 0.58 mm Nymph línu sem setur þig í gang á nokkrum mínútum. Allt fyrir verð á einni línu.
Sjá frekari upplýsingar: https://flugubullan.is/verslun/guideline-lps-euro/