Glæsilegt pakkatilboð með Guideline LPX Tactical einhendu, Guideline Nova fluguhjóli og Guideline Bullet flotlínu, eða sambærilegri línu.
Guideline Tactical – Ótrúleg samsetning af kastgetu og árangursríkum bardögum með nettum taumum.
LPX Tactical sameinar ekkert minna en háþróaða tækni og nýja skilgreiningu á nýjustu virkni í stöngum fyrir silungsveiði. Tactical hefur áberandi og mjög nákvæma virkni sem losnar smám saman þegar þú hleður stöngina meira og meira.
Virkninni er hægt að lýsa sem; hröð 3⁄4 djúp, með frábærum stöðugleika sem hentar öllum flugukösturum. Þegar kastað er stutt, gefur toppurinn og miðhlutinn þér nóg af þessari mikilvægu næmni sem þú þarft og í mið- og lengri fjarlægðum tengjast neðri hlutar stangarinnar og gefa þér alla þá tengingu, kraft og stöðugleika sem þig dreymir um.
Þessar stangir eru ekkert annað en einstakar: Ofur mjúkar en samt stífar og ráða við mismunandi tegundir kasta sem þú vilt framkvæma.
LPX Tactical er ofurlétt í hendi og í raunþyngd – 9ft #5 vegur aðeins 71 grömm!
- C.A.P M4.0™ tækni byggð á fjölþátta lögum af 40T og 36T efnum.
- Ótrúleg samsetning af kastgetu og árangursríkum bardögum með nettum taumum.
- Stangarpartar eru með matta yfirborðsáferð til að styggja síður fiskinn vegna glampa frá sólu.
- Allir málmpartar rafhúðaðir með matta áferð svo að ekki verði til glampi frá sólu.
- Stangarpartarnir koma í náttúrulegum gráum lit með örlítinn grænan blæ. Vafningar eru dökkgrænir með ljós-gullnum skrautvafningi.
- Handfang er með ofurþéttum Super Grade korki með lítilli fyllingu.
- Stripp-lykkjur eru úr Titanium með Zirconia ofurléttum innsetningum.
Guideline NOVA – Alger endurskilgreining á hönnun fluguhjóla
NOVA fluguhjólið státar af fjölbreyttu og glæsilegu úrvali tæknilegra eiginleika. Framleitt úr endurunnum hráefnishleifum og er sannkallað ál undur sem viðhefur sjálfbæra umhverfisstefnu. Allir ytri íhlutir hafa verið uppfærðir með áli sem undirstrikar aukin gæði, aukna frammistöðu og endingu. Fínstillt koltrefjabremsa sem er nákvæmlega hönnuð til að skila tilgangsdrifinni bremsun sem er sérsniðið fyrir hverja hjólastærð.
Bætt hefur verið við nýrri festingu á bakhlið hjólsins til að auka við stöðuleika bremsunnar, og innleitt hefur verið ný gerð af fjöðrun sem tryggir stöðrugra bremsuviðnám þegar barst er við fisk. Hjólið sýnir nýtt og einstakt Guideline hönnunartungumál sem einkennist af formum sem voru einu sinni talin ómöguleg til CNC framleiðslu.
Með innbyggðu mótvægi við minni íhluti hjólsins nær NOVA að viðhalda stöðugri þyngd þrátt fyrir verulegar efnisuppfærslur á hinum ýmsu íhlutum, en ál valið fram yfir pólímer í framleiðslunni.
NOVA fluguhjólin eru fáanleg í þremur stærðum; #46, #79, #810 og í tveimur litum – svörtum og Stardust silfurlit. Aukaspólur eru einnig fáanlegar.
HREINT ALLA LEIÐ
Alger endurskilgreining á hönnun fluguhjóla!
NOVA fluguhjólin eru hönnuð og framleidd með samblöndun á nýstárlegri iðnaðarhönnun við áhrifalítil endurunnin hráefni sem gerir líklega NOVA fluguhjólin þau umhverfismeðvituðu sem Guideline hefur nokkurntíman framleitt. Styrking á framtíðarsýn Guideline að lágmarka umhverfisáhrif sem veiðimenn. Framleitt úr endurunnum hráefnishleifum og er sannkallað ál undur sem viðhefur sjálfbæra umhverfisstefnu. Hægt að segja að hjólið standi uppúr sem algerlega laust við öll einnota plastefni og með hjólhulstur framleitt úr endurunnu 600D efni.
Í HNOTSKURN
- Ál fluguhjól sem framleitt er úr endurunum hráefnum og engum einnota plastefnum.
- Allir ytri íhlutir hafa verið uppfærðir með áli sem undirstrikar aukin gæði, aukna frammistöðu og endingu.
- Fínstillt koltrefjabremsa sem er nákvæmlega hönnuð til að skila tilgangsdrifinni bremsun sem er sérsniðið fyrir hverja hjólastærð.
- Kemur með nýrri bremsuplötu sem viðheldur auka stöðuleika í bremsun.
- Ný gerð af bremsufjöðrun sem veitir stöðugra bremsuviðnám.
- Byggt með innbyggðu mótvægi við minni íhluti hjólsins.
- Hjólhulstur framleitt úr endurunnu 600D efni og pakkningar úr endurunnum efnum.