Guideline Multi Grip háfarnir með gúmmíneti eru með kerfi sem gerir þér kleift að skipta um handföng; gúmmí, korkur eða lengjanlegt. Öll handföngin eru með áfastri lúppu svo hægt sé að tengja hann við sig.
Þetta eru að sjálfsögðu hnútalausir háfar, mjög sterkir en léttir og krókar festast ekki auðveldlega í netinu. Það er auðvelt að hreinsa þá þannig að þeir lykti ekki.
Fáanlegur í 2 stærðum; Medium fyrir silung og Large fyrir minni sjóbirtinga og smálax.
Guideline Multi Grip með gúmmíneti – Large
Háfop – 35 x 50 cm
Heildarlengd með handfangi – 71 cm
Dýpt nets – 40 cm
Þyngd – 340 gr