NT11 flugustangir eru afrakstur þess að nýta nýjustu og fullkomnustu SOA (State of Art) grafítefnin sem notuð eru í flug- og geimiðnaðinum í dag.
Þegar þessi efni eru notuð í flugustangir næst fram frábær ávinningur. Mest áberandi er ótrúlegur endurheimtarkraftur og stöðugleiki í þynnunum sem skapast með því að sameina kraftmikil og styrkaukandi áhrifin frá T1100 grafít með þynnum af grafíti úr hæsta gæðaflokki sem Guideline hefur notað til þessa. Fyrir veiðimenn þá eru þessir ofangreindir eiginleikar byggðir í röð af flugustöngum sem hafa minnstu þyngdina, en samt hæsta brotstyrkinn af öllum stöngum hjá Guideline, og líklega á öllum flugustangarmarkaðnum.
Þessar stangir eru auðveldar í notkun með “Full flex – Medium/Fast” (full sveigja-meðalhröð) virkni og topp sem er stífur en samt nógu næmur til að gera þær líflegar og skemmtilegar að kasta með án þess að þurfa að einblína á fullkomna tímasetningu á kastinu. Þær hlaða djúpt og framkvæma aukin línuhraða þegar kallað er eftir því. Þrátt fyrir að viðhalda tilkomumiklum lyftikrafti á sökklínum mun þessi djúpa en hraða virkni henta fjölbreyttum köstum, línum og kaststílum. Eftir margra ára framleiðslu á hágæða, léttum og sterkum 6 hluta stöngum og vitandi að engin afsláttur er gefinn þegar kemur að frammistöðu, styrk, þyngd eða jafnvægi, þá er það sjálfsagt og eðlilegt að þessi nýja lína af stöngum sé líka marghluta og þannig afar þægilegar í flutningi. Guideline lagði afar hart að sér og með það að leiðarljósi að halda verðmæti þessara stanga að fullu án þess að fórna gæðum í framleiðslu eða íhlutum.
STANGARTEGUNDIR
12’9 #7/8 28-31 gr/430-480 grains
Léttasta og stysta tvíhendan. Það er hrein unun að eyða löngum stundum með þessa við veiðar í minni og meðalstórum ám. Oft líst sem stöng fyrir sumarveiði en er miklu fjölhæfari en það. Það voru bæði notuð stöðluð 3D+/4D kerfi og 3D+/4D Compact línur þegar stöngin var þróðuð. 4D boddí í 20 og 22gr þyngd parað með 7-9gr, 12ft eða 15ft endum passa fullkomlega á þessa stöng.
12’9 #8/9 32-35 gr/490-540 grains
Undanfarin ár hefur þetta módel af tvíhendu verið vinsælast. Mjög fjölhæf og með kraft til að takast á við stóra fiska en einnig stærri og meira klæddar flugur heldur en #7/8 tvíhendan. Þessi stöng notar líka 3D+/4D+ Compact kerfin eða lengri stöðluðu 3D+/4D línurnar, þitt er valið. Ef þú ert að veiða í þröngum aðstæðum með háa árbakka á bakvið þig, þá er Compact kerfið besti kosturinn. 34gr (25+9gr) 4D Compact Multi Tip #8/9 settið virkar fullkomlega á þessa stöng.
13’9 #8/9 32-35 gr/490-540 grains
Óvæntur ávinningur af nýju efnunum og byggingu NT11 stanganna er hinn ótrúlegi stöðugleiki í þynnunum og geta þeirra til að útrýma frákastinu fljótt. Þetta kom í ljós þegar þessar lengri stangir voru í þróun fyrir hverja línuþyngd. Lág sveifluþyngd þynnanna ásamt tafarlausri stöðvun í stoppinu gerir þessa stöng einstaka. Líkt og með 12´9ft útgáfuna, þá er bæði hægt að nota styttra 3D+/4D+ Compact kerfið eða 3D+/4D+ línurnar en aukalengdin gerir það að verkum að hún ræður vel við aðeins lengri hausa. 25gr 4D+ Compact Boddí parað með stöðluðum 4D 15´/9gr enda, er frábær vísbending sem kemur frá atvinnumönnum.
13’9 #9/10 37-41 gr/570-635 grains
Mögulega fjölhæfasta stöngin í þessari seríu, þetta módel er er söluhæst af öllum gerðum af tvíhendum frá Guideline og það ekki að ástæðulausu. NT11 útgáfan ræður við nánast allar aðstæður og áskoranir sem settar eru fyrir hana og gerir það með stæl. Þungar sökklínur, erfiður vindur, risastórar flugur, mjög stórir fiskar, þröngir og háir árbakkar og þegar vaðið er djúpt; allt það sem þessi stöng er gerð fyrir. Örlítið hraðari og kraftmeiri en flestar hinar stangirnar í þessari seríu, hefur mikla þolinmæði gagnvart flugulínum en ein af uppáhalds línunum er 4D Boddí í 29gr + 15´/11gr og jafnvel 18´/12gr endar (18´/12gr er líka frábær með 29gr 4D Compact Boddí). Það er líka hægt að setja stöngina upp með 32gr Boddí og 9gr endum.
14’9 #9/10 37-41 gr/570-635 grains
Önnur aðeins lengri stöng sem hefur notið góðs af einstakri smíði og eiginleikum T1100 efnisins. Létt og í góðu jafnvægi; þessi stöng mun slá þig út af laginu með sínum einstöku eiginleikum. Það er hrein unun að kasta þessari stöng á löngum veiðidögum. Guideline mælir með stöðluðu 4D Boddí með annaðhvort 15´/11gr eða 18´/12gr endum og til að komast dýpra, 4D S3/5 Boddí parað með 4D S46 eða 57 endum sem kemur þessu á réttan stað og kastar eins og tundurskeyti.
Í HNOTSKURN
- T1100 CAP tæknin er styrkur, frammistaða og áreiðanleiki án málamiðlana.
- NT11 stangirnar koma með fallegum FLOR korki í handföngum og á aftara handfangi er sérstyrktur duftkorkur allra neðst. FLOR korkur er hágæða korkur með háum þéttleika og styrk sem mun standast tímans tönn og halda fegurð sinni.
- Stripplykkjur með titaniumhúð. Hágæða ryðfrítt stál í lykkjum.
- Hjólsætin eru sérhönnuð af R&D (rannsókn&þróun) teyminu hjá Guideline, með harðri rafhúðun og mjög rispuþolinni hálfmattri áferð.
- Áferð stangarinnar er matt satínáverð með djúpri kolagrárri húðun sem gefur þeim lágstemmt, klassískt en ekki of áberandi útlit.
- Allar lykkjur eru vafðar með dökkgráum þræði og í kringum stripplykkjur og logomerkingu er fíngerðar bláar línur.
- Allar NT11 stangir koma í léttum og sterkum stangarpoka úr 4 þátta teygjunæloni og stangarhólk úr polycarbon sem er klæddur með sterku polyester efni með leðurbút með Guideline logoinu.
- 25 ÁRA UPPRUNALEG EIGENDAÁBYRGÐ. NT11 flugustangir eru með 25 ára ábyrgð til upprunalegs eigenda. Þessi ábyrgð nær til galla í efni og/eða framleiðslu. Á ábyrgðartímabilinu (frá kaupdegi) á kaupandi rétt á viðgerð eða endurnýjun (metið af Guideline) á skemmdum eða gölluðum hlutum stangarinnar. Ef stangartegundin er hætt í framleiðslu og/eða ekki er hægt að laga eða skipta um stangarhluta, mun Guideline skipta út stönginni fyrir sambærilega stöng (að mati Guideline).
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
MÓDEL | LENGD | ÞYNGD | HLUTAR | LÍNUÞYNGD | HANDFANG – fremra/aftara | LEIÐBEINADI HAUSÞYNGD |
---|---|---|---|---|---|---|
NT11 12978 | 12´9″ | 172gr | 6 | #7/8 | 295mm / 115mm | 28-31gr / 430-480 grains |
NT11 12989 | 12´9″ | 176gr | 6 | #8/9 | 310mm / 115mm | 32-35gr / 490-540 grains |
NT11 13989 | 13´9″ | 202gr | 6 | #8/9 | 325mm / 115mm | 32-35gr / 490-540 grains |
NT11 139910 | 13´9″ | 204gr | 6 | #9/10 | 325mm / 115mm | 37-41gr / 570-635 grains |
NT11 149910 | 14´9″ | 232gr | 6 | #9/10 | 360mm / 125mm | 37-41gr / 570-635 grains |