Hraðir sökkendar til að nota með t.d. 4D- Connect DDC- eða Skagit línum. Þessir sökkendar eru framleiddir úr mest hraðsökkvandi polymer/tungsten efni sem fáanlegt er og koma með mismunandi sökkhröðum þar sem minnsti sökkhraðinn er um 7 tommur/sek.
Endarnir eru 15 feta langir og hægt er að klippa þá styttri ef þess er óskað. Allir endarnir koma með ID merki á bakendanum.
Svona virkar T endarnir: T10 – þýðir að þyngd taumsins eru 10 grain/fet. Heildarþyngd fyrir 15 fet eru 150 grains/10 grömm.
- T6 Sökkhraði – 7”/sek. = 18 cm/sek.
- T10 Sökkhraði – 8”/sek. = 20 cm/sek.
- T14 Sökkhraði – 9”/sek. = 23 cm/sek.
- T18 Sökkhraði – 10”/sek = 25 cm/sek.
Þetta eru endarnir sem koma flugunni niður í botn … strax.