Stoked hefur allt það nýjasta í efnum og framleiðslutækni sem gerir Guideline kleift að búa til byrjendastangir á algjörlega nýju stigi. Þegar þróunarferlinu var lokið, var ánægjan með útkomuna slík að Guideline ákvað að nefna stöngina eftir því hvernig þeim leið sem komu að verkefninu – Stoked (spennandi, uppörvandi). Stoked serían innihledur líka marga af vistvænu íhlutunum sem eru í Elevation stöngunum, sem ætti að vera góð hvatning fyrir umhverfisvæna veiðimenn.
Borin saman við Elevation þá er Stoked með aðeins lægri kolefnisstuðul; 24T/30T/36T á móti 36T/40T, sem gerir þær auðveldari að kasta með fyrir byrjendur og þær fyrirgefa meira kastvillur. Samt eru þetta léttar stangir með gott viðbragð, virkni og tilfinningu sem venjulega tengist stöngum af hærri gæðum og verði. Virknin í stönginni er meðalhröð með næmum og stöðugum topp. Sveigjan er framsækin niður stöngina sem gefur frábæra tilfinningu og auðvelt er að tengja stöngina við mismunandi kaststíla.
STANGARGERÐIR
- Stoked 9′ #7-8-9: Dæmigerð stöng fyrir aðeins stærri fiska s.s. göngusilung, lax, sjóbirting og sjóbleikju. Henta fyrir ár, vötn og strendur þar sem stórir fiskar leynast við allskyns aðstæður. Hjólsæti með Fighting Butt.
- Stoked 9’6 #6-7-8: Þessi stangarlengd er frábær málamiðlun og í uppáhaldi hjá mörgum fyrir vötn, ár og strendur að veiða silung, sjóbirting og lax. Örlítið lengri stöng (0.6ft) heldur en 9ft stöngin og gefur aðeins meira svigrúm í ám, þegar vaðið er djúpt eða þegar veitt er úr bát eða Belly-bát. Þar sem hún hefur aðeins dýpri sveigju, þá er auðveldara að Spey-kasta með henni og nota hana með skothausum í ám. En hún er styttri en 10ft og er verður þ.a.l. fyrir minni áhrifum frá vindi og hefur meiri kraft á opnum veiðistöðum þar sem veðuráhrif eru mikil. Hjólsæti er með Fighting Butt.
- Stoked 10′ #6-7: Þetta er besta lengdin fyrir klassíska vatnaveiði frá bát eða bakka, en einnig frábær kostur fyrir silung, sjóbirting og lax í ám. Hjólsæti er með Fighting Butt.
UPPLÝSINGAR UM STOKED
- Stoked stangirnar eru í hálfgegnsæjum ólífugrænum lit með keim af málmflísum.
- Ný, endurbætt “full wells” handföng án styrkinga úr gúmmíkork. Það dregur úr notkun á Epoxy-lími sem þarf í handföngin.
- Fyrir lakkið á stöngina, lykkjurnar og til að festa handföng og hjólsæti er notað lífrænt Epoxy-lím með lágmarksmagn af eiturefnum sem hefur verið prófað og samþykkt með mjög litið magn af eftirlitsskyldum efnum. Þetta bætir verulega andrúmsloft í vinnuaðstöðu í samsetningarfasa framleiðslunnar og heldur heilsuspillandi lykt og gufum í algjöru lágmarki.
- Stangirnar eru með létt-hertum krómlykkjum.
- Stangarpokinn og efnið utanum stangarhólkinn er gert úr endurunnu REPREVE™ polyester.
- Stangarhólkurinn er gerður úr endurvinnanlegu Polypropylene (PP), hann er léttari og 20% minni í þvermál en flestir PVC stangarhólkar. Þetta sparar rými og fé fyrir framleiðanda og framtíðar-eigendur við flutning. Vegna góðrar endingar og möguleika á að bræða og breyta í plastköggla þá er PP bæði endurnýtanlegt og endurvinnanlegt til að framleiða nýjar vörur.