Bibb sem hefur verið mikið uppáhald margra og með söluhærri vörum, er nú með ný og breiðari Guideline Logo axlabönd úr hágæða teyganlegu efni.
Einnig hefur Guideline sett á þau YKK rennilása.
Þau eru framleidd úr þykku, hlýju og endingargóðu fleece með háum rennilás að framan. Það eru tveir vasar með rennilásum á hliðunum og Lycra efni á skálmarendum.
Ístaðar-stíllin, með ólum undir iljarnar, heldur skálmunum á sínum stað og kemur í veg fyrir að þær renni upp eftir fótnum í vöðlunum.
Þetta er hið fullkomna einangrunarlag til að nota í köldum veiðitúrum á vorin og haustin.