Léttur og rúmgóður bakpoki, þægilegur og pakkaður af eiginleikum fyrir langa daga við vatnið eða margar mínímalískar veiðiferðir. Bakpokinn er hannaður til að þú getir veitt allan daginn án þess að þú þurfir að vera að taka af hann af þér og þannig ertu alltaf með allar veiðigræjur nálægt þér á öllum stundum. Hann hefur þægilega, uppbyggða bakplötu með möskvaefni fyrir betri loftun og axlarólarnar eru þægilegar og marglaga til að veita mikil burðarþægindi. Einnig er stillanleg ól yfir bringuna með neyðarflautu og tengikví fyrir tangir. Hægt er að tengja ULBC mittistöskuna við bakpokann sem bringutösku og auka þannig við burðarmagnið til muna.
Mittisól er til staðar til að halda bakpokanum á sínum stað í göngu og það er lítið mál að pakka henni saman svo hún sé ekki fyrir flugulínunni við veiðar. Stærsta geymsluhólfið er með upprúllanlegu loki sem hægt er að loka á toppnum og þétta saman á hliðunum. Á framhliðinni er að finna stóran upprenndan vasa sem er með áfastri lyklakippu og einnig djúpan teygjanlegan vasa. Þetta er einstaklega góður vasi til að geyma lítinn háf eða aðrar græjur en hentar einnig vel til að aðskilja t.d. blaut föt frá hlutum sem eru í aðalhólfinu.
ULBC Daypack 35 bakpokinn er með tveim teygjanlegum stangarhólkafestingum inni í renndum framvasanum og teygjanlega netvasa sem auðvelt er að nota, jafnvel með bakpokann á herðunum.
ULBC Daypack 35 bakpokinn er hluti af Ultra Light Back Country hugmyndafræði Guideline sem gerir þér kleift að kafa dýpra inn í óbyggðirnar. Með snjöllum geymslu- og þyngdarlausnum þá er þessi vörulína sjálfvalin fyrir fluguveiðimanneskjuna sem vill komast að þeim veiðstað sem engir vegir liggja að. Og til ná umhverfismarkmiðum okkar og vera ‘hrein alla leið’ þá er ULBC 3 mittistaskan framleidd úr bluesign® og OEKO-TEX® vottuðum efnum og er með PFAS fría vatnsvörn (DWR).
- Litur: Þörunga græn / Kolagrá
- Umhverfisvænn
- Efnisval: bluesign® vottuð efni
- PFAS-frítt – Fluorocarbon frítt
- Endurunnin efni
- Efni: 210D Nylon Oxford/210D Nylon Baby Rip Stop / 72 % endurunnið Robic® Mipan® Regen™ nælon, 28 % N/66 ripstop
- Vatnsheld PU húðun
- Rúmmál: 35 lítrar
- Þyngd: 730g
- Rennilásar: YKK