ULBC Tactical jakkinn er hinn fullkomni létti jakki sem veitir mikinn hreyfanleika, er með góða öndun, upplagður í allar göngur og í veiðiferðina. Hann ver þig gegn mýbiti, er vindheldur og hentar því einstaklega vel í allar veiðiferðir. ULBC Tactical jakkinn er hluti af Ultra Light Back Country hugmyndafræði Guideline sem gerir þér kleift að kafa dýpra inn í óbyggðirnar. Með snjöllum geymslu- og þyngdarlausnum þá er þessi vörulína sjálfvalin fyrir fluguveiðimanneskjuna sem vill komast að þeim veiðstað sem engir vegir liggja að.
Með því að nota þéttofið nælonefni þá ná mýflugur og bitskordýr ekki í gegn – og það án allra viðbættra efna! Þetta gerir ULBC Tactical jakkann gott val í hitabeltislöndum þar sem bitskordýr eru frekar regla en undantekning. Hann þornar einstaklega hratt ef hann blotnar, og með hettuna uppi nærðu einnig að verjast mýbitum á hálsi, höfði og eyrum.
Jakkinn er með UPF 50 vörn sem ver þig gegn hættulegum geislum sólarinnar. Það er mikilvægt þegar þú ert á suðrænum slóðum, en einnig þegar þú ert fjallendi í meiri hæð.
ULBC Tactical jakkinn er framleiddur úr þunnu en samt mjög sterku nælonefni. Efnið er mjög núnings- og slitþolið og er því fullkomin flík fyrir göngur um óbyggðirnar með þungan bakpoka á öxlunum. Hann er nokkuð víður í sniði og veitir góðan hreyfanleika og er með rými fyrir þunna undirflík. En jakkinn er samt með flott snið án þess að nota óþarfa efni, nákvæmlega það sem þú býst við af nútímalegri útivistarflík.
Ermarnar eru með teygju sem lokar þétt og verndar úlnliðina. Einnig er neðsti hluti jakkans teygjanlegur og passar því vel um mjóbakið. Að framverðu eru tveir vasar með lóðréttum rennilás sem eru nokkuð rúmgóðir, rýma vel og án vandræða miðlungsstór flugubox. Á hálsmálinu er D hringur sem þú getur hengt t.d. háf í.
Efnisvalið í jakkanum er bluesign® vottað sem þýðir að hann inniheldur engin skaðleg efni og er því umhverfisvænn.
- Framleiddur úr léttu en samt sterku nælonefni með góðri öndun.
- Vind- og skordýraheldur.
- Fljótþornandi og fullkominn í hvaða loftslagi sem er.
- Flott snið og veitir mikinn hreyfanleika fyrir alla útivist.