Hver hefur ekki lent í því að vera að pakka niður fyrir utanlandsveiðiferð eða aðrar ferðir og fer að velta því fyrir sér hvort eigi að taka vöðlurnar með þegar litið er til þyngdar og umfangs? Þarft ekki að velta þessu meira fyrir þér! Nýju Ultra Light Back Country ( ULBC ) vöðlurnar frá Guideline eru hannaðar til að vera hin sjálfgefna lausn enda smellpassa þær í töskuna eða bakpokann sem gerir þér kleift að vaða að tökustað fiskins eða veiða andstreymis í uppáhalds ánni þinni á áfangastað.
Efnisvalið í vöðlunum er vel pakkanlegt, með góða öndun og sést nánast ekki þegar þú klæðist þeim. Líklega eru þetta léttustu vöðlurnar á markaðnum í fullri hæð svo þær eru líklega ekki valið fyrir mikla og daglega ‘hard-core’ veiði – heldur eru þær ætlaðar fyrir hálendisferðirnar og aðrar ferðir þar sem pláss og þyngd er málið.
Vöðlurnar koma með stillanlegum axlarböndum sem gerir þér kleift að breyta þeim í mittisvöðlur með einu handtaki og veitir þannig þægindi þegar gönguferðirnar eru langar.
Vöðlurnar koma með aftengjanlegum og vatnsheldum TPU vasa sem gerir þér kleift að nota símann þinn án þess að fjarlægja hann úr vasanum. Comfort Plus sokkarnir eru fullkomnlega mótaðir fyrir hægri/vinstri fót. Þetta ásamt sand/malarhlífunum á vöðlunum passar fullkomnlega fyrir vöðluskóna þína og langa daga í göngu eða við veiðar.
Efnið í ULBC vöðlunum er tveggja átta teygjanlegt efni, 2.5 laga endurunnið nælon á framanverðum lærum og efri hluta. Fyrir neðan mitti er notað 3.5 laga endurunnið nælonefni.
Vatnsheldnisstuðull er 25.000mm og öndun 8.000 g/m2/24h í öllum vöðlunum.
- Vöðlur í fullri hæð
- Lóðrétt stillanleg Elevator™ axlarbönd til að breyta vöðlunum í mittisvöðlur
- Belti úr nælonefni með há/lág stillingu
- Klof byggt fyrir mikla hreyfingu og aukinn styrk
- Hnéhluti formótaður til að auðvelda hreyfigetu
- Malar/sand vörn með krók til að festa við vöðluskó
- Comfort Plus™ sokkar sem koma í veg fyrir ójöfnur í skóm
- Aftengjanlegur vatnsheldur hangandi vasi framleiddur úr TPU
- Þyngd er u.þ.b. 710g fyrir utan TPU vasa og geymslupoka. Pakkað saman er þyngdin u.þ.b. 775g í L stærð.
- Litur: Þörungagrænt / Kolagrátt
- Níu mismunandi stærðir fáanlegar: M-XXL, MS, ML, MK, LL, LK
- PU-húðaður geymslupoki innifalinn sem er 16cm í ummál og 35cm í lengd.
- ULBC vöðlurnar eru lausar við allt fluorocarbon
Öndun | 8000 |
Litur | Þörungagrænt/Kolagrátt |
Umhverfisvænt |
|
Efni | 3,5 (fætur) 2,5 (efri hluti) laga endurunnið nælon |
Stærðir | M – XXL |
Vatnsheldnistuðull | 25000 |
Þyngd | 710g |