Hraðvirkasta, auðveldasta og einfaldasta leiðin til að gera við lítil göt og rifur í tjöldum, vöðlubúnaði, skóm, belly bátum og vatnsheldum fatnaði. Gelið þornar á nokkrum sekúndum undir UV ljósi og búnaðurinn þinn er því tilbúinn til notkunar strax.
Viðgerðargelið skapar kristaltært, vatnsþolið, teygjanlegt og sterkt yfirborð á skemmdu pörtunum. Hægt er að gera við sama flötinn aftur og aftur ef þess er óskað og ef það er nauðsynlegt. Auk þess kemur gelið í lítilli handhægri túpuflösku sem hentar vel í bakpokann eða veiðivestið.
Berið gelið á gatið eða rifuna og látið sólarljós eða UV ljós skína á flötinn. Athugið að flötuinn þarf að vera þurr áður en gelið er notað. Ekki nota viðgerðarbætur. Það fer einnig eftir því hversu gatið eða rifan er stór hvort þú þurfir að leggja nokkur þunn lög til að mynda nýjan flöt. Gelið þornar svo á 5 – 30 sekúndum eftir styrk UV birtunnar sem borið er að fletinum. Ef rétt er meðhöndlað þá verður flöturinn ekki klistrugur, hann verður gúmmíkenndur og teygjanlegur.
Stærð pakkningar: 10 ml.