Tékkneska fyrirtækið Hanák er vel þekkt meðal fluguveiðimanna um allan heim. Það hefur skapað sér nafn með frábærum árangri króka sinna í alþjóðlegum keppnum og samstarfi við fremstu keppnisveiðimenn. Krókar frá Hanák eru hannaðir með nákvæmni og smíðaðir úr hágæða efnum, sem eykur veiðinýtni þeirra til muna. Nánast allir krókar frá Hanák eru framleiddir án agnhalds, sem veitir betri skarpleika og auðveldar losun fisksins.
HANÁK H 400 BL er traustur jig-krókur með klassískri lögun sem hentar fyrir allar tegundir púpa. Hann er smíðaður úr sterkum vír, með hefðbundnum legg og breiðu gapi til að tryggja hámarks festu við töku. Langur, ultra-hvass oddur veitir örugga festu án þess að skaða fiskinn, þar sem nánast allir HANÁK krókar er framleiddir án agnalds – nútímaleg nálgun í fluguveiði.
Tilvalinn krókur þegar púpur eiga að veiða nær botni árinnar. Augað er beygt í 60 gráður, sem í samspili við slotted tungsten-kúlur tryggir að flugan syndir “á hvolfi”. Þetta minnkar líkurnar á að festast í botninum og eykur veiðinýtni.
Eiginleikar:
- 1x sterkur vír fyrir áreiðanleika
- Breitt gap fyrir betri festu
- Hefðbundinn leggur sem hentar fyrir fjölbreyttar púpur
- Langur, ultra-hvass oddur sem heldur fiskinum tryggilega
- Án agnalds fyrir auðveldari losun
- Svört nikkel áferð
- 25 krókar í pakka
HANÁK H 400 BL er fullkominn fyrir þá sem vilja áreiðanlegan jig-krók sem veiðir nálægt botni án þess að festast svo auðveldlega.