Scud Back er teygjanlegt fluguhnýtingarefni sem hentar ákaflega vel fyrir t.d. lirfur, rækjuflugur, marflær, o.s.frv. Efnið hentar einnig í margt annað í fluguhnýtingum.
Einfalt er að vinna með þetta efni og gefur það flugunni mikla uppliftingu og verður hún mun raunverulegri í útliti.
Scud Back er í uppáhaldi hjá mörgum fluguhnýtingarmeistaranum.