Eitt af því sem forsprakkar Fario Fly eru stoltir af eru gæði Booby flugnanna … þær eru ótrúlega flottar! Þær koma með jöfnum og sléttum frauð augum, mjúkum marabou vængjum og hnýttar í fullkomnum hlutföllum. Fario Fly eru fullvissir að ekki sé hægt að fá betri gæði í þessari gerð flugna.
Booby flugur eru algerlega banvænar í allri vatnaveiði. Þær hafa einstaka virkni þegar strippað er inn með stuttum, skörpum hreyfingum.
Notaðu; Inndrátt – pásu – inndrátt, þegar þú veiðir með Booby flugu. Við inndrátt sekkur Booby flugan, en þegar pása er tekin flýtur hún upp vegna hinna stóru frauð augna. Silungurinn fellur algerlega fyrir þessari virkni er hún hreyfist upp og niður á þennan máta. Einnig hægt að nota sökklínu með mjög stuttum taum þannig að flugan getur verið rétt ofan við botn vatnsins þar sem fiskurinn á það til að halda sig snemma tímabils.
Þessi líflega hreyfing Booby flugunnar, og skottið, gefur henni virkilega aðlaðandi virkni.