Hágæða oval tinsel fyrir vandaðar flugur
Lagartun French Oval Tinsel er eitt það virtasta fluguhnýtingaefni sem fáanlegt er á markaðnum í dag. Þetta oval tinsel er framleitt úr málmi með lakkaðri / varnish-húðun sem tryggir fallega áferð, langan líftíma og mikla endingu. Það heldur lögun sinni vel, springur ekki og leggst fallega í vafningum – jafnvel þegar togað er fast.
Oval Tinselið frá Lagartun er sérstaklega vinsælt í klassískar laxaflugur, straumflugur og aðrar flugur þar sem glans og vandað útlit skipta máli.
Við bjóðum upp á stærðirnar Small, Medium og Large í nokkrum klassískum litum, s.s. silfur, gull og kopar.
Eiginleikar:
- Oval tinsel úr málmi með endingargóðri varnish-húðun
- Laggst fallega þegar vafið er
- Fullkomið fyrir rib
- Fáanlegt í stærðum: Small, Medium og Large
- Tilvalið í laxaflugur, silungaflugur og klassískar straumflugur
Lagartun Oval Tinsel er fyrir þá sem vilja vanda til verka og treysta á gæði. Þetta er efnið sem fagfólk og kröfuharðir fluguhnýtarar velja sér, ár eftir ár.