Hönnunarteymið hjá Mackenzie Fly Fishing hefur nú þróað nýtt úrval af NX Spey línum, byggðar á margra ára þekkingu frá allra bestu Spey kösturum í heimi. Mackenzie hefur tileinkað sér allra nýjasta framleiðsluferlið og það sem þeir vilja meina; bestu hágæða flugulínur fyrir nútíma laxveiðimanninn. Nýju NX Spey línurnar hafa marga einstaka eiginleika, þar á meðal einkennandi samsetningu af endingargóðri og sveigjanlegri húðun sem eykur stöðugleika línunnar, framsetningu og veltu við allar aðstæður. Hver lína hefur verið hönnuð til að auka enn frekar afköst á öllum nútíma tvíhendum og allar mismundandi gerðir í lengd sem passar rétt við hverja stangarstærð og línuþyngd þannig að þú ert með línu sem er í jafnvægi við þig og stöngina þína.
Fáanleg í 50ft 8/9, 55ft 9/10
Í hnotskurn:
- Einstakt mjókkunarkerfi (tapering) sem veitir fullkomna framsetningu og veltu
- Áberandi litaskipting milli aðal-línu og runninglínu
- Sérstaklega mótuð sveigjanleg húðun sem býr til þéttari lúppur og skapar fullkominn stöðugleika og afköst
- Soðnar lúppur á báðum endum til að auðvelda tengingu við sökkenda, tauma og undirlínu
50ft-8/9 Spey
Þessi Spey lína er frábær í minni ár þar sem auðveld er að stjórna 50ft hausnum við þrengri aðstæður þegar þess þarf. Einstök frammjókkunin (tapering) veitir fullkomna stjórn, stöðugleika og veltu til að línan lendi hljóðlega á vatninu. Þessi lína veltir og kastar lika þyngri endum og flugum þegar þess þarf. Þessi lína hentar stöngum með línuþyngd #8, #9 og #8/9 fullkomlega og passar öllum Mackenzie stöngum með línuþyngd #8 sérstaklega vel.- Hauslengd: 50ft, Flot
- Þyngd línu: 35g eða 540 grains
- Heildarlengd: 120ft
55ft-9/10 Spey
Þetta er flott lína í meðalstórar ár. Það er auðvelt að stjórna 55ft hausnum og hann hentar öllum flugukösturum. Stuttur hausinn veitir betri stjórn, áreynslulausa framsetningu og veltu öllum stundum. Þessi lína kastast vel sem flotlína og kastar þyngri endum og flugum fullomllega. Þessi lína hentar stöngum með línuþyngd #9, #10 og #9/10 og passar öllum Mackenzie stöngum með línuþyngd #9 fullomlega.- Hauslengd: 55ft, Flot
- Þyngd línu: 43g eða 663 grains
- Heildarlengd: 120ft