Mackenzie Skagit Pro hefur sama viðhorf og allar aðrar línur sem Mackenzie framleiðir. Hún er einnig byggð með því að nota einkennandi mjúka en mjög endingargóða polyurethane klæðningu og ofurkjarna með lítilli teygju. Þessi samsetning er mjög skilvirk og færir orku og hraða í gegnum snið línunnar sem gerir þér kleift að kasta þungum endum og stórum flugum á auðveldan hátt á fiska sem liggja langt frá þér í stórum hylum. Lág-teygju ofurkjarninn frá Mackenzie skilar ekki aðeins frábærum afköstum heldur gerir það þér líka kleift að finna fyrir léttustu tökunum.
Einir af stöðugustu og notendavænstu Skagithausunum á markaðnum í dag.
Fáanleg í eftirfarandi stærðum: Skagit 550 grain, Skagit 650 grain
Í hnotskurn
- Sérstaklega mótuð, afar mjúk pólýúretan húðun fyrir fullkominn stöðugleika og skilvirkni
- Frábær að kasta, með mjúkum og stöðugum orkuflutningi
- Kastar og veltir þungum endum og flugum auðveldlega
- Nýr lág-teygju ofurkjarni með hámarksafköst og næmni
Skagit Pro – 550
Þetta er léttasta Skagit línan fyrir tvíhendur með línuþyngd #8 og samsvara T endum upp að T11. Mackenzie Atlas 12´7” sex hluta tvíhendan og 13” tvíhendur höndla þessa línu fullkomlega.
24.5ft // 35.6gram // Float
Skagit Pro – 650
Þessi miðlungs Skagit lína er hönnuð fyrir línuþyngd #9/10 tvíhendur og samsvarar T endum upp að T14. Mackenzie Atlas 13´7”, sex hluta tvíhendan og allar 14” tvíhendur höndla þessa línu fullkomlega.
26ft // 42gram // Float