TAKMARKAÐ MAGN
Makkerinn er stórskemmtilegt, fjörugt og fróðlegt alíslenskt spurningaspil um stangaveiði Íslandi – og hið fysta sinnar tegundar hér á landi!
Spilið inniheldur 1470 spurningar sem skiptast í fimm flokka:
- Í fyrsta kasti: Almennar spurningar.
- Fluguboxið: Myndagáta með flugum.
- Makkerinn segir: Fullyrðingar Makkersins sem eru annaðhvort eru sannar eða ósannar.
- 20.pundari: Mjög erfiðar spurningar.
- Þríkrækjan: Vísbendingaspurningar.
Spurningar koma víða við og í þeim reynir á kunnáttu þátttakenda á ýmsum sviðum allt frá sagnfræði, landafræði yfir í veiðistaði og veiðiflugur. Þeir sem taka þátt í leiknum þurfa ekki að vera með ólæknandi veiðidellu til að sigra því fjölbreytnin í spurningunum er mikil.
LEIKREGLUR
Makkerinn er hægt að spila bæði í einstaklings-og liðakeppnum.
- Gott er að ákveða hver eigi að vera í hlutverki spyrilsins og er ekki mælt með að “besti veiðimaðurinn” taki það að sér því þá mun leikurinn aldrei hefjast því flestir telja sig vera þann besta. Því er mælt með að elsti eða yngsti leikmaður taki að sér hlutverk spyrilsins. Svo er líka hægt að dreifa spjöldum þannig að allir spyrja.
- Mælt er með að nota 20 til 25 spurningar í hvern leik.
- Þátttakenndur ákveða sjálfir stigagjöf fyrir hvern flokk.
- Mikilvægt að spyrillinn passi að leikmenn sjá ekki nafnið á flugunum í flokkum fluguboxið þegar hann gengur hringinn og sýnir spjaldið.
- Leikmaður/liðið sem fær flest stig í lokin sigrar.