Snákaflugan er án efa í þungavigt í silungsveiði, en þessi tiltölulega stóra fluga hefur ótrúlega hæfileika í að fá fiska til að taka, og stóra fiska líka!
Notaðu mismunandi línur þegar þú veiðir með þessari flugu, allt frá flotlínu að hraðsökkvandi línu. Inndráttur getur líka verið mismunandi eins og val á línu og getur ofurhægur inndráttur verið jafn góður og hratt stripp.
Auðveldara er að kasta mini-Snákunum heldur en stóru frændum þeirra. Þegar fiskurinn vill ekki sjá hina stóru 10cm útgáfu, getur þessi minni útgáfa virkað.
Allar snákaflugur frá Fario Fly eru tengdar með nano ofurlínu sem er nægjanlega sterk til að halda stórum fiskum, en jafnframt nógu mjúk til að kalla fram skemmtilega hreyfingu á kanínu zonker vængnum. Þú munt sjá við hvað er átt þegar hún kemur í vatn.