GSP flot, skot/running línan á sér engan líkan. Kjarninn er úr gel-ofnu polyethylene sem er sá þróaðasti á markaðnum og þannig næst “engin-teygja” eiginleikinn. Afar lítið þvermál kjarnans sameinað með ofurstyrk, gerir þessa línu að sterkustu, endingarbestu og næmustu skot/running línu sem þú hefur kynnst. Polyethylene kápan er útfærð með ákaflega litlu minni, háu floti og lágmarks vatnsviðloðun sem dregur verulega úr frosnum lykkjum, núningssliti og minni raka á höndum þegar þú kastar.
Styrkur og teygja
Kjarninn sem er í GSP hefur brotstyrk upp á 65 pund. Algjör skortur á teygju í þessari skotlínu, samsett með sterkasta kjarna sem völ er á, þýðir að veiðimaðurinn finnur fyrir lúmskustu tökunum sem nánast útilokar líkurnar á að missa fisk. Þessi lína er til að mynda í uppáhaldi hjá Spey-veiðimönnum.
Verksmiðjusoðnar lykkjur eru að auki styrktar að þeim stað þar sem lykkjurnar munu í raun standa sig betur en styrkur kjarnans. Þessi óviðjafnanlegi styrkur er mikilvægur á þessum stöðum þar sem álag er mikið. Til að auðvelda að skipta um skothaus er framlykkjan í yfirstærð til að rúma stórar spólur.
Flot
GSP skotlínur eru gerðar með gel-ofnum polyethylene kjarna og sérstakri blöndu af polyethylene-fjölliðum til að búa til kápuna. Öll þessi efni byrja léttari en vatn (Specific Gravity < 1,0). Flotkraftur þessarar skotlínu ásamt náttúrulegri tilhneigingu hennar til að hrinda frá sér vatni gerir það að verkum að hægt er að gera langar, áreynslulausar mendingar og upptöku á línunni þannig að þú getir haldið flugunni þar sem þú vilt.
Ending
Pólýetýlenhúðunin inniheldur ekki rokgjörnu efnin sem þarf að bæta við PVC til að búa til flugulínu. Þessi tæknibreyting er mikilvæg til að viðhalda endingu línunnar. Áður fyrr myndu þessi efni stöðugt flytjast út í umhverfið. Þetta er ástæðan fyrir því að við forðumst að nota PVC í barnaleikföng og matarílát – þau gefa frá sér eitur. Þegar þessi efni flytjast út úr plastinu myndast tóm í efnasambandinu. Þetta breytir ekki aðeins efnasambandinu frá upphaflegum eiginleikum þess heldur neyðir þetta tómarúm efnasambandið til að mynda sprungur með tímanum. Þetta er þar sem ummálssprungurnar á PVC flugulínu fæðast. Bætið óhreinindum, olíu og öðru rusli við sprungurnar og afköstin rýrna. Monic línur missa ekki efni með tímanum og mynda því ekki sprungur. Þetta er mikilvægt fyrir heildarþol línunnar og langlífi hennar fyrir veiðimanninn.
- GSP; án teygju, skot/running lína
- Flot
- Víðar lúppur á báðum endum
- 30,5m/100ft
- 65lb
- Umhverfisvæn – án PVC
- Framleidd í USA