Squirmy afbrigði með tungsten kúlu hönnuð og hnýtt af Óla Foss.
Óli Foss notar sérstakt Chenille efni frá Semperfli í stað hefðbundins Squirmy gúmmís – en þetta Chenille efni dregur í sig vatn og verður jafnvel enn líflegra en hefðbundið Squirmy gúmmí. Svo er þessi algerlega klettþungur og sekkur strax – flott til að komast undir yfirstrauminn og þangað sem fiskurinn liggur.
- Hanak Jig öngull #12
- 4.6mm tungsten kúla