Fljótlegar og einfaldar viðgerðir – hvar og hvenær sem er.
Lítið gat eða smávægilegur leki þarf ekki að eyðileggja heilan veiðidag. Með Patagonia Worn Wear™ Wader Repair Kit geturðu gert við vöðlurnar strax, hvort sem þú ert við ána, í skálanum eða heima. Þetta létta og meðfærilega viðgerðarkit inniheldur allt sem þú þarft til að gera við algengustu skemmdir – rifur, sauma og leka við skóhluta.
Helstu eiginleikar:
- Létt og nett – passar auðveldlega í vasa eða bakpoka
- Allt til reiðu – efni og leiðbeiningar til að laga smávægilegar skemmdir
- Endingargóð viðgerðarefni – virka á flest efni í vöðlum
- Framlengir líftíma vöðlanna – góð leið til að draga úr úrgangi
Ábyrg framleiðsla
Kit-ið er sett saman í Fair Trade Certified™ verksmiðju, sem þýðir sanngjörn laun og betri kjör fyrir starfsfólk. Með þessari vöru styður þú við siðferðilega og sjálfbæra framleiðslu – í anda Patagonia.