Eftir mikla velgengni og vinsældir hinna goðsagnakenndu Danner vöðluskóa (Foot Tractor) ákvað Patagonia að fara í samstarf með hinu gamalgróna ítalska fyrirtæki, Fitwell, sem er þekkt fyrir hágæða fjallgönguskó allar götur síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Hinir ofurléttu Forra vöðluskór eru innblásnir af Ölpunum en hannaðir fyrir ár og vötn. Í myndbandinu hér að neðan er kynning á Forra vöðluskónum.
Hannaðir fyrir klifur, upp og niður, og til að vaða vatn við erfiðar aðstæður. Þessir vöðluskór eru ótrúlega þægilegir, léttir og veita góðan stuðning í löngum veiðitúrum.
Vibram® Mars sóla-tækni
Þessir vöðluskór eru útbúnir með sérstökum Vibram® sóla og veitir afar gott grip við allskonar aðstæður sem fæst með einstakri Mars sóla-tækni með XS Trek-blöndu og HexaBase mynstri á sóla. Hár ökkli, öflugur frágangur á tásvæði og sterkir tau-kósar fyrir reimar auka svo ennfrekar á endinguna.
Cordura® nylon möskvaefni
Slitþolið Cordura® nylon möskvaefnið í skónum þornar fljótt, er afar endingargott og veitir góðan stuðning þegar vaðið er. Efsti hluti skósins er örlítið hærri og stífari til að vernda ökklann og veita stöðugt skref. Hönnun skósins er með fljótvirka vatnslosun og það eru engir óþarfa púðar og borðar í efri hlutanum sem tefja þornun.
Framleiddir á Ítalíu af Fitwell
Forra vöðluskórnir frá Patagonia njóta góðs af margra ára reynslu Fitwell við smíði og hönnun hágæða fjallgönguskóa. Þeir eru léttir án þess að það bitni á frammistöðunni. Hagnýt og úthugsuð hönnun með Vibram sóla sem hefur margsannað sig með góði gripi hvort sem þú ert að vaða eða á göngu. Léttir skór með nútímalegri hönnun fyrir allar aðstæður.
Síðast en ekki síst, þá er Patagonia að bjóða uppá hagkvæmara verð á þessum skóm á móti amerísku handsmíðuðu Danner vöðluskónum. Það koma 2 pör af reimum með skónum, gráar og fjólubláar.
Forra vöðluskórnir í hnotskurn:
- Hágæða, ofur-léttir vöðluskór
- Hannaðir fyrir léttleika, hámarksþægindi og áreiðanleika við allar aðstæður
- Vibram® Mars sóla-tækni veitir afar gott grip
- Hár ökkli og sérstyrkt tásvæði veita aukna vernd
- Tau-kósar fyrir reimar eru sterkir og slitþolnir
- Slitþolið Cordura® nylon möskvaefni í efri hlutanum þornar fljótt, er endingargott og veitir góðan stuðning
- Vibram® Mars ytri sólinn er með XS Trek blöndu hefur stóran snertiflöt fyrir enn betra grip
- HexaBase mynstur á sóla veitir hámarks grip og stöðugleika
- Hönnun skósins er með fljótvirka vatnslosun
- Engir óþarfa púðar og borðar í efri hlutanum sem tefja þornun
- Þyngd: 1162gr
- Efri hluti: 100% nylon möskvaefni
- Miðsóli: EVA svampur og gúmmí
- Ytri sóli: Vibram® Mars með XS Trek blöndu
- Framleiddir á Ítalíu