Snúran er til að hengja á fylgihluti þegar þú ert við veiðar. Gerð úr leðursnúru með mjúkum leðurkraga og með festingum fyrir fylgihluti t.d. eins og klippur, töng eða rör til að losa um fluguna og hringur til að herða hnútinn þegar skipt er um flugu. Leðurpaddi (taumasléttari) fylgir snúrunni.
Mjög þægilegt, þar sem þú ert með allt á sama stað og auðvelt að losa fylgihluti af Snúrunni til notkunar. Frábært að nota sérstaklega þegar þú vilt vera léttbúin/nn við veiðar.
Kemur í fallegum og nettum strigapoka.
Einstaklega glæsilegt íslenskt handverk sem hentar vel í allar gjafir.