ReLoop frá Restorline Fly Fishing er sérhannað viðgerðarsett fyrir flugulínur til að skipta út eða sérsníða suðulykkjuna/lúppuna á flugulínunni. Hvort sem lykkjan er skemmd, slitin eða einfaldlega ekki að henta þér, þá gerir ReLoop þér kleift að laga eða aðlaga hana á fljótlegan og öruggan hátt – án þess að þurfa að skipta út allri línunni.
Viðgerðasettið inniheldur 2 einingar.
Helstu kostir:
- Skiptir út skemmdri eða slitinni suðulykkju
- Hentar öllum hefðbundnum flugulínum í stærðum 3-6wt
- Hentar einnig fyrir sérsniðna lykkjustærð eða -lögun
- Endurnýjar tengipunkt flugulínu án þess að hafa áhrif á eiginleika hennar
- Fljótlegt og einfalt í notkun
- Lengir líftíma flugulínu og eykur sveigjanleika í uppsetningu
ReLoop er fyrir veiðimenn sem vilja:
- Draga úr sóun
- Hámarka nýtingu á búnaði
- Bregðast hratt við línuslysum í veiði
Viðgerð tekur aðeins nokkrar mínútur með hitabyssu (ekki meðfylgjandi). ATH! Aldrei nota opinn eld með RestorLine vörum.
Hægt er að versla hitabyssu hér: https://www.flugubullan.is/verslun/mini-hitabyssa/