Hinir upprunalegu 100% vatnsheldu og vindheldu, ökklaháu prjónasokkar sem einnig hafa mikla öndun og henta fullkomlega fyrir allar veðuraðstæður.
- 100% Vatnsheldni – þriggja laga bygging fyrir hlýju, endingu og vatnsheldni
- Þægindi við legg – stroff úr Merino ull fyrir rakastjórnun, einangrun og þægindi
- Aukastuðningur – teygjanleg svæði fyrir aukinn stuðning
- Þétt snið – fjögurra átta teygja fyrir þægindi og sokkurinn liggur betur að fætinum
- Þægindi við tær – flatir tásaumar hindra núning
- Þægindi við il – aukalag á il dregur úr þrýstingi og deyfir högg
Stærðartafla:
S | M | L | XL | |
Skóstærðir Euro | 36-38 | 39-42 | 43-46 | 47-49 |
Upprunalegu vatnsheldu sokkarnir
Allt byrjaði þetta á vatnsheldu sokkunum. Vatnsheldu allra veðra ökklasokkarnir voru hannaðir til að halda fótunum þurrum og vera á ferðinni í blautum aðstæðum. Votir fætur geta leitt til ýmissa ekki mjög góðra hluta utandyra, s.s. kaldra og dofinna fóta, blöðrur, frostbits, og margt verra. Hannaðir fyrir margs konar hitastig, láta þér líða vel í rigningu, snjó, leðju, standandi í blautum og lekum vöðlum, og á göngu yfir ársprænur.
Henta fyrir ýmsa iðju
Vatnsheldu sokkarnir eru fullkomið val þar sem hætta er á að þú blotnir í fæturna s.s. í fjallgöngu, hjólatúr, veiði, eða í vinnu utandyra.
Nýstárleg efni og uppbygging
Þriggja laga sambundin uppbygging sem sameinar 100% vatnshelda vatnssækna himnu á milli úrvals Merino ullar innralags fyrir hlýju og svitavörn, og endingagóðra Polycolon ytra byrðis sem er með 4-átta teygju svo þeir passi fullkomnlega og sé þægilegt að klæðast.
Mikil öndun
Hin óviðjafnanlega öndun vatnssæknu og vatnsheldu himnunar til að losa út svitagufu og heitt loft er einstaklega athyglisverð. Þetta skapar mikil þægindi fyrir notandann, jafnvel við erfiðar athafnir, en kemur samt einnig í veg fyrir að rigning, leðja og sandur komist inn í sokkinn.
Uppbygging fyrir þægindi og sem kemur í veg fyrir blöðrur
Óaðfinnanleg saumalaus uppbygging og teygjanlegur stuðningur yfir hæl, ökkla og rist - þú munt án efa taka eftir öllum auka þægindunum.
Handgert og hand-prófað
Handgerðir í Bretlandi samkvæmt ströngustu stöðlum og öllum smáatriðum gefinn mikill gaumur. Hver einasti sokkur er handprófaður fyrir vatnsheldni.