Létt og slitsterk, þriggja laga derhúfa með mjúku og þægilegu fóðri sem hægt er að draga yfir eyru og hnakka og veitir góða einangrun í köldu veðri.
Með því að nota þriggja laga byggingu þar sem miðlagið er vatnsheld membra, þá þola húfurnar fra Sealskinz hvaða magn sem er af rigningu eða snjó en eru samt kósí og heitar.
Stærðartafla:
S | M | L | XL | |
Höfuðstærð | 55cm | 57cm | 59 cm | 61 cm |
Mögnuð & margsönnuð vatnsvörn
100% vatnsheld húfa sem hönnuð er fyrir erfiðustu veðurskilyrðin og heldur þér úti og á ferðinni í snjó, vindi og rigningu. Hönnuð til að halda höfðinu þurru, hlýju og notarlegu og mun án efa reynast besti kosturinn í ísköldu vetrarveðri, kulda og rigningu.
Það er ekki góð skemmtun að vera vera með blautt höfuð utandyra. Það er ekki bara mjög óþægilegt heldur getur það leitt til alls kyns ekki-svo-góðra hluta eins og líkamshitafalls og dofa. Ekki láta veðrið vera ástæðuna fyrir að hanga inni, vertu frekar þurr með þessa húfu í gönguferðum og veiðiferðum í öllum veðuraðstæðum eða við vinnu utandyra.
Hentar fyrir ýmsa iðju
Vatnsheld og hlý - hið fullkomna val þegar þú átt það á hættu að blotna í snjó, leðju, eða rigningu í gönguferðinni, veiðiferðinni, hjólreiðatúrnum, eða hlaupatúrnum.
Hlýja og vörn þegar þú þarft sem mest á því að halda
100% vatnsheld, með öndun og hlýju - fullkomin húfa fyrir göngutúrinn í rokinu, köldum fjallgöngum, eða við vinnu utandyra þegar kuldaboli bítur fast.
100% vatns- & vindheld
Einstök þriggja laga uppbygging þar sem 100% vatnshelt milli lag er sett á milli ytri nælon skeljar og flísfóðraðs innra lags.
Með því að bæta við teygjanlegri Velcro lásstillingu að aftan passar húfan eins og draumur en heldur þér heitum og notalegum.