Dirty Bug Yarn var sérstaklega hannað með blöndu úr gerviefnum og náttúrulegum efnum sem framhald af rannsóknum sem leiddu í ljós að margt ef ekki flest af klassísku dubbi var bara til einlitt. Raunverulega, ef flugur og púpur eru skoðaðar gaumgæfilega, þá kemur í ljós að einn litur er ekki það sem maður sér – náttúran er ekki einsleit. Dirty Bug Yarn var framleitt útfrá þessum pælingum og rannsóknum til að hnýta fallegri og raunverulegri þurrflugur og púpur.
Þeir sem hafa verið að blanda sínar eigin dubb-blöndur þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af ósamræmi eða að gleyma síðustu blöndu. Svo er hægt að blanda saman 2-3 þráðum af Dirty Bug Yarn til að ná fram einstakri útkomu.
Það er áhugavert að Dirty Bug Yarn grípur í sig loft og nýtist í flugur þar sem þurfa hlutlaust flot. Það tekur vel við flotefni líka og er flott í taperingu.
Að hnýta dubb er án efa eitt af erfiðari aðferðum fyrir hnýtara að læra. Þess vegna hefur Semperfli hannað línu af vörum í “dubbing on rope”, tilbúið garn sem er einfalt að hnýta og snúa á krók. Tveggja þátta Dirty Bug Yarn er hægt að nota beint af spólunni í stærri flugur eða splitta þræðinum fyrir minni flugur.
Það eru u.þ.b. 5m á hverri spólu.