Polyyarn hefur fengið gælunafnið “hið fljótandi garn” meðal fluguhnýtara. Dry Fly Polyyarn er mjög auðvelt í notkun og algjörlega nauðsynlegt að eiga í hnýtingardótinu. Þetta er í raun tilbúið dubb á þræði og þéttsettar trefjarnar gera það tilvalið í þurrflugur. Það flýtur ekki bara náttúrlega, því trefjahönnunin er þannig, að það heldur í sér lofti líka.
Dry Fly Polyyarn er endingargott og litavalið (þ.m.t. einslitt og flekkótt) er slíkt að það eru margar náttúrulegar framsetningar í þessari litaseríu. Það er auðvelt að minnka það niður (tapera) einungis með því að hita það. Það er jafn auðvelt fyrir byrjendur að nota það eins og reynda fluguhnýtara.
Sérstaða polypropylene garnsins er þyngd/þéttleiki, sem er 0.91g/cm3 sem gerir það léttara en vatn og þessvegna tilvalið í þurrflugur.
Margir framleiðendur segjast nota poypropylene garn en það er einfalt að ganga úr skugga um hvort það sé ekta, með því að klippa 25mm bút, rúlla því upp á milli fingranna og láta það detta ofan í glas af vatni. Ef það er ekta, þá ætti það að sökkva aðeins undir yfirborðið og fljóta svo upp aftur. Í rauninni ætti það að fjóta enn eftir sólarhring.
Semperfli framleiðir tvær útgáfur af polyyarn garni – þá sem hér hefur verið líst og svo upprunalega garnið sem kemur á spjaldi og er tilvalið, og oftast notað, sem parachute, væng-dubb og sem búkur á flugum eða aðskilinn búkur.